Nú fáiði heldur betur að heyra það varðandi hvað ég nenni ekki að pakka niður. Ég vill eiginlega frekar bara sofa. Verst að blessaður svefnsófinn, sem við hvílumst á,  er orðinn svo gargandi lélegur að ég kvíði á hverju kvöldi fyrir að ganga til náða. Mig syfjar samt alveg ótrúlega, samt búin að leggja mig í morgun sko.. og setja niður í einn kassa.

Ég er skipuleggjandi að guðs náð. En í augnablikinu sé ég ekki fram úr augunum hvernig ég eigi að gera þetta almennilega. Eitthvað verður jú að vera eftir, þú veist. Ég verð að pakka niður þannig að sem flest fari í gáminn en svo verð ég líka að pakka niður fyrir okkur svolítið eins og við séum að fara í óákveðið langt ferðalag. Ekki frí ferðalag, heldur ferðalag þar sem ferðamenn verða í vinnunni, skólum og leikskóla. Ejjjhhh… hver nennir ferðatösku lífi.

Ég myndi kannski ekkert kvarta þar sem gámurinn verður kominn bara lítilli viku eftir að við mætum á svæðið. Málið er bara að ég hef ekki fundið íbúð lengur (hvaða dani er þetta??… ég meinti auðvitað “ennþá”). Nú vona ég að ættmenni mín (hæ pabbi…) verði ekki hrædd og haldi að við ætlum að flytja öll fimm, með allan hávaðann sem fimm fylgja og allan erilinn sem fimm fylgja, inná þau fyrir lengri, lengri tíma. Nei, ég vonast til að fá húsnæði sem allra, allra fyrst.

Og hvað á ég að gera hér úti síðasta sólarhringinn? Þegar allt dótið er farið og við eftir bara í tómri íbúðinni með engar sængur og ekki neitt nema úttroðnar ferðatöskur, sem þó ég ætli ekki að rogast með öll 100 kílóin sem við megum taka með okkur, verða ábyggilega 100 kíló.

Já miklar eru raunir fröken Bústýru sem er í framkvæmdaerfiðleikakvörtunargírnum í dag. Á listanum eru minnst 35 atriði sem ég þarf að gera svo flutningur geti átt sér stað. Hlutir allt frá því að fá Eimskip til að fá leyfi fyrir gámnum (ath við erum í DK, þar sem allt gerist á sínum tíma, þar sem sinn tími þýðir langur tími) þó Eimskip vilji meina að ég eigi að fá leyfi fyrir gámnum,  til að halda hér búnglingaafmæli og kaupa flöðebollahh sem krakkarnir geta kvatt vini sína með.

Mér óar við öllum hlutunum sem eiga eftir að koma í ljós, sem ég er ekki búin að skrifa á gjörðalistann.

HLAKKA SAMT SVO TIIIIIL!!!