Þetta þarfnast nú bara sérstakar tilkynningar hér á alnetinu. Búnglingurinn hefur tekið næsta skref að því að verða alvöru úgnlingur. Það staðfestist hér með, svart á hvítu, að hann hefur fengið skó sem ÉG passa í. Nú hef ég löngum, eða síðan ég varð fullvaxta, verið talin með kannski aðeins í stærri kantinum fætur miðað við kvenmann, en samt er hinn næstum því að verða 10 ára búnglingur kominn í skó sem ég gæti rænt af honum án þess að fá hælsæri við notkun.

Svo höfum við reiknað út að miðað við gengi krónunnar í dag, þá er sælgæti dýrara hér en á Íslandi. Og reyndar þá sýnist okkur sem, ennþá miðað við hið óvenjulega (síðan 2007) gengi krónunnar, að það sé mjög svipað verð á matvöru. Þú veist, sé umreiknað.