Oft þegar ég er spennt þá er ekkert mál að vakna á morgnana. Þess vegna ætti ég eiginlega að vera alltaf spennt. Ég er búin að vera að spekúlera í því dulítið undanfarna daga, svona þegar eitthvað hefur komist að annað en fyrirhugaðir flutningar, afhverju það er þannig að maður hefur sig aldrei í að gera það sem maður veit að er gott fyrir mann. T.d hef ég núna í áraraðir (já..alveg áraraðir) viljað bæta mataræðið (og já, ég er ekki öðruvísi en flestar aðrar konur) og stunda meiri hreyfingu. Nú, ekki er það að gerast sjáanlega. Undirmeðvitund mín er gjörsamlega föst í þeim skorðum að éta nammi alla daga og fara bara einusinni í líkamsrækt í viku. Hræðilegt.

Ég hef reynt ýmislegt. Ég hef reynt að skamma mig fyrir að gera ekkert í þessu. Ég hef reynt að búa til stundatöflu til að gera mér þetta auðveldara, ég þyrfti þá bara að fara eftir stundatöflunni. Ég hef reynt að vera minn eigins harðstjóri og skipa mér harðri hendi að drattast í ræktina eða fá mér að borða eitthvað gáfulegt.

Ekkert af þessu, né fleira til sem ég hef prufað, hefur virkað, því ég borða nammi á hverjum degi og fer ennþá bara einusinni í Yoga. Ég eeeeelska samt yoga. Mér líður alltaf vel á meðan og eftir Yoga. Ég er meira að segja að hugsa um að gerast jógakennari og ég er að lesa það sem heitir Yoga Sutras. Ég kann við fílósófíuna á bak við Yoga og ég kann mjög vel við æfingarnar líka.  Ég þráast við samt. Rosalega getur Ég verið óþroskuð og þrjósk.

Ég er ráðalaus og búin að gefast upp. Ég veit ekki hvað ég á að gera til að fá mig til að breyta útaf vananum. Hjálp.

Hér er búið að vera veður gott…

…og hér er búið að vera veður vott. Maður lifandi. Örverpið var í fríi hér í gær að gamni mínu og við röltum okkur út í búð og vorum ekki fyrr búin að loka hurðinni hér heima aftur, að það skall á með einu villtasta hagnléli sem ég hef séð. Það komu þrumur og allt. Þetta var svona míní stormur. Altsvo því hann stóð svo stutt yfir. Á bara 30 mínútum var búið að vera hér rigning, haglél, þrumur, mikill vindur (hélt að kanínan ætlaði eitthvað annað) og svo var bara komið glampandi sólskin aftur. Nú, það kann að vera íslendingi ekki neitt skrítið við þetta. En nú er ég búin að vera hér það lengi að svona snöggar veðurbreytingar gera mig bara verulega hissa.

Búnglingurinn talar í skífusíman! Já, já, já! Í húsið er komið ný internet tenging, nýr heimasími (vertí bandi ef þú villt númerið) og nýjar sjónvarpsstöðvar. Ég skipti nefnilega um fyrirtæki sem selur þessar þjónustur. Eitt er skemmtilegt og það er að gamli skífusíminn svínvirkar og hitt er leiðinlegt, en það eru sjónvarpsstöðvarnar. Ég veit jafn lítið afhverju það er alltaf eitthvað leiðinlegt  í sjónvarpinu og afhverju ég get ekki hætt að borða nammi. Reyndar horfi ég nánast aldrei á sjónvarpið. Það er nú bara þannig.