Vorið er komið í þessu landi. Það er aldeilis frábært! Við nýttum góða verðurspá á laugardaginn og hrúguðumst útá Íslandsbryggju með smálýðinn. Það var eiginlega fullkomið veður því það var nógu hlýtt til að sitja kjur og svo var nógu mikið þoka eða skýjað svo að það var heldur ekki glampandi sól. Það er alveg gott að hafa glampandi sól, menn vita að ég er allavegana mjög mikið fyrir það, en kannski ekki strax bara í apríl og engin viðvörun fyrst eða prufa af einhverju tagi.

Eldri gellurnar. Það vantaði samt marga í hópinn. Hvorki prinsessan á AHG né Búnglingurinn voru viðstödd… já eða afgangur þeirra 11 barna sem við 3 sem hittumst eigum til samans.

Og svo varð okkur litið við og sáum að börnin höfðu hópast í kringum mann með sítt að aftan, í gallajakka og gallabuxum síðan 1981 og með bjór við hönd (í mömmu huganum: “róni, með hugsanleg pretator frávik”). Við sátum nú á okkur þó þau væru að ræða við hann en síðan kom í ljós að okkar erfingjar eru í dag það frægir að hafa hitt Garfield. Maðurinn var s.s svona aðlaðandi fyrir börn því hann hafði meðferðis spikfeitan, appelsínugulan kött. Þegar hann gekk í burtu svo, hékk kötturinn svona umhverfis hálsinn á honum. Er það nú ekki merkilegt.

Ásta Hlín :)

Helga á leiðinni til baka með Önnu Bergdísi sem var hin kátasta á þessu flennistóra opna svæði. Við færðum okkur bara inná leikvöllinn en þar dótuðu allir krakkarnir sér í sandi, í rennibraut og í drullupolli (hæ Anna Bergdís :) ).

Um kvöldið vorum við Örverpi skyndilega orðin ein í kotinu. Búnglingur í búnglinga sleepover og Sprengjan í góðu yfirlæti á Jansvej. Við hrærðum egg og suðum hrísgrjón, steiktum beikon og settum það útí. Voillaaahhh, kvölmatur er tilbúinn.

Haha! Og svo átum við á gólfinu, alveg nákvæmlega eins og þegar við tvö fluttum hingað inn. Þá vorum við líka umvafnin kössum og að borða drasl kvöldmat yfir sjónvarpinu. Hann var að vísu um það bil helmingi minni, í bleiu og ennþá í vöggustofu.

Við erum líka búin að hafa það náðugt svona síðustu dagana. Aldrei fæ ég samt að vera með í kuðlinu (enda kannski ekki til þess gerð) en ég var til fóta, með prjóna í hönd. Falleg eru þau.

Flottustu strákarnir. En þeir eru allir í 3.x í Skólanum á Íslandsbryggju. Við héldum hér svolítið kveðjupartý fyrir Búnglinginn, eiginlega í staðinn fyrir afmæli, en ég komst nú bara ekki yfir að halda heilt afmæli með tveggjadaga fyrirvara og með allt útum allt. Svo þetta varð úr, og þeir komu hingað, átu snakk, horfðu á mynd, fengu pitsu, voru góðir og fóru svo heim. Ekkert mál lengur. Man þegar ég fékk bara fimmtándaga kvíðakast yfir að það væru börn að koma í heimsókn. Börn sem ég skildi ekki hvað sögðu og þau skildu ekki hvað ég sagði. En núna er þetta ekkert mál, enda stórir strákar orðnir og sjá um sig sjálfir.

Ég kann að meta félagsskap drengja. Bæði finnst mér auðvelt að vera vinkona stráka og svo finnst mér strákar á þessum aldri (u.þ.b 10 ára) leika sér fallega. Það er eins og þeir leiki og færist um í flokki, ég meina svona eins og dýr sem ferðast saman í flokkum. Það er ekkert svona..búhú, skilja útundan, búhú, hún sagði þetta eða hitt, búhú, ég braut nögl.

Þarna eru þeir í mjög leyndardómsfullri hrúgu að skoða einhverja hreyfimynd á einhverju símtækinu. Enginn sem var minni en minnsti af þeim gat séð og enginn sem var stærri heldur, nema hann væri um það bil 2 metrar á hæð. Glókollurinn minn sést greinilega.

Svo fór ég í há og emm með úngana þrjá. Það er einnig orðið mun auðveldara en fyrst. Við vorum samt frekar sveitt en þetta var ekkert mál. Búnglingurinn hefur skoðanir á þessu, valsaði um búðina og týndi til föt sem voru flott og sem pössuðu í stærð. Sama gildir um skóbúðina. Og svo raðaði hann herlegheitunum upp og tók mynd af því.. að því er virðist, ekki tók ég þessa amk. Dásamlegt!

Sprengjan fékk líka föt og var örlítið upp með sér að vera komin í “eldri krakka” deildina, s.s vaxin uppúr smábarna deild há og emm. Hún fékk fatnað við hæfi en valdi flest í túrkis bláu. Og ekki má gleyma leðurjakkanum sem hún fékk, en hún er núna, að hennar eigin sögn, ” den sejeste pige i verden” .. eða heimsins flottasta stelpan.

Örverpið fékk líka flott föt, en ég hef ennþá yfirráðin (ó mig auma hvað er stutt eftir af yfirráða tíma mínum..) í þeirri deild og valdi á hann líka flott föt en hann valdi sjálfur nýja derhúfu. Hún er þeim eiginleikum gædd að vera með lítinn rennilása vasa. Það þótti meira en kúl.

Búnlingurinn og þessi í túrkis í tómu herberginu að lita.

Og svona er staðan akkúrat núna. Skemmtilegt. NOT!

Örverpið sæta gat ekki meira, enda búinn að vera yfir meðallagi heitur í fleiri daga núna. Hann fór þó, samt hálf tuskulegur, á leikskólann áðan, en það á að halda fyrir hann “afslutning” . Það bara svona kveðju partý. Þau eldri fóru með flöðebollahh og fengu gjafir frá bekknum í kveðju skyni. Fallegt.

Svo það er ýmislegt að gera og ég er með það allt í hendi mér.