Vorið er alveg komið hér á Íslandi. Ég get ekki séð betur en að gras sé byrjað að spretta, og lauf að gæjast fram á trjánum. Amk á þessu tré sem ég fann á ferðum mínum um bæinn. Lyktin ber þess líka merki. Hún er himnesk. Hefurðu fundið hana? Veðrið virðist bara hafa misskilið þetta eitthvað..haha, það var bylur í smástund hér í gær.

Notaði tímann meðan lýðurinn var fyrir norðan og ég í bænum að hjóla hér um, ennþá á risastóra hjólinu. Það er sko vel hægt. Reyndar hef ég sálgreint Íslendinginn þannig að hann sé haldinn fatamerkjaframkvæmdarkvíða. Sem lýsir sér svona:

*Ef maður á ekki fjallahjól með þúsund gírum og hjólreiðagalla af bestu gerð, þá getur margur ekki hjólað. Staðreyndin er sú að það er VEL hægt að hjóla hér. Að vísu er það eins og að vera búinn að nota nútíma internet tengingu í 4 ár en þurfa svo að skipta yfir í að tengja með símalínu. En þruglið um að ekki sé hægt að hjóla hér og allir gefist uppá því er þvættingur. Í vinnunni er meira að segja hjólaskýli fyrir þá sem hjóla í vinnuna.. eða svo var mér sagt.

*Ef maður á ekki göngu föt frá Cintamani, sem samanstanda af neon bleikri eða appelsínugulri (á við kvenfólk) neofreon(eða hvað það heitir..) peysu, sem hefur verið, ég veit ekki..þróuð í samvinnu við eskimóa á versta stað í eskimóalandi, og svörtum leggings sem ábyggilega eru svipaðar hjólreiðabuxunum, ég hef bara ekki haft geð á að vinda mér upp að einni göngupíunni og tékka á því. S.s ef maður á ekki svartar leggings og æpandi litaða Cintamani peysu ásamt strigaskóm frá Nike, Puma eða Adidas, já og eyrnaband, þá getur margur ekki farið í göngu.

*Sama gildir um þá sem ætla í útilegu. Ef topp græjur og trylltur jeppi, eða húsbíll eða hústjald er ekki  til staðar þá er eins og fólki finnist það ekki geta látið sjá sig.

AÐ sjálfsögðu veit ég vel að þetta er ekki algilt haha, og ábyggilega flestir eins og ég og þú sem hlúnkast bara áfram eins og þeim sýnist, í röndóttum sokkum, blómóttum buxum, röndóttum kjól og með sokkana yfir. … plús lopapeysan.

Það lítur bara út fyrir, það fólk sem ég sé svona á götum úti í Reykjavík, er í svo miklum búnaði að það hálfa væri nóg. Nóg um það.

Við erum búin að hafa það alveg ruglgott undir verndarvæng vorra foreldra, sama hvar við stígum niður. Verst er þetta með íbúðina, en ég trúi því að það muni koma að því að við fáum íbúð. Krossa fingur fyrir okkur og líka frænku mína í sömu stöðu (veit einhver um íbúð í Mos?).

Fórum svo í sundlaugina í morgun. Æði. Ég hreint og beint elska að getað farið í sundlaugar almennilegar. Og sturturnar eru æði líka. Á blússandi brúsi frá því að ég skrúfa frá þeim og þar til ég skrúfa fyrir.

Draumahúsið er með stórum garði, gróðurhúsi (var ég búin að nefna það..??), heitum potti og einhverjum skúr. Svo stórum garði að ég sá strax fyrir mér kál og kartöflugarðinn OG fótboltavöllinn.Það er fullkomið fyrir okkur. FULLKOMIÐ.

Allir að Secreta með mér :)