Ég er andsetin af húsnæðisvandamáli mínu. Svona er víst Ísland í dag… allavegana í mínu tilfelli. En Örverpið hinsvegar gerðist arkitekt í leikskólanum Laufásborg og sýndi verknaðinn í Norrænahúsinu um helgina. Yfirskrift sýningarinnar, þá sýningar Laufásborgar sem var á sýningunni List án landamæra, var “Það sem við fundum í því sem við fundum”.

Ofan frá. Þetta er rosalega spennandi höll. Myndi flytja þarna inn ef ég héldi ekki að þetta væri rétt aðeins of lítið.

Sif Gyðja. Líka eitt af verkum eftir hópinn hans Örverpis.

Annars er Reykjavík bara búin að vera böðuð gulli síðustu daga. Frábært veður alla helgina. Krakkar úti að leika og eru með eplakinnar. Fórum svo í sund. Auðvitað allskonar fólk í sundi, svona eins og gengur og gerist. Ég sit oftast bara í pottinum og glápi á fólk fara úr búningsklefanum oní sundlaug og úr sundlaug oní einhvern pott og svo úr potti í annan pott og að lokum uppúr. Sumir ganga, bara svona eins og þegar þeir eru í fötum. Aðrir hlaupa. Á konum er það þannig, þegar þær hlaupa að það hristist alveg hver einasta sella. Það er líka alltí lagi. En sumar mega passa sig að verða ekki sjálfkýldar af tveimur, að öllu eðlilegu, jafnstórum, sem eiga heima rétt fyrir neðan háls. Ég mynd aldrei hlaupa ef ég væri búin svoleiðis búnaði.

Svo eru að sjálfsögðu útlendingar í sundi. Ekki veit ég hvort þeir búa á Íslandi eða eru að ferðast. Konan, sem ég öfundaði fyrir að vera svona fallega vaxin þegar ég sá hana á leið oní pottinn, var ekki að fela óaðdáun sína á kínverja hrúgunni sem sat og hafði það gott og gaman í næsta potti. Þetta var reyndar engin hrúga, heldur bara venjuleg hjón. Verst þótti mér þegar ég hugsaði til þess að þau skildu jafnvel Íslensku, að kerlingarþvælan hafði sagt eitthvað um að þessir kínverjar eitt eða annað slæmt. Mér finnst svona bara ekkert kúl.

Og svo var hún þarna með sonum sínum tveimur, þeir kannski 3 og 6 eða eitthvað slíkt. Synirnir voru með einhverskonar vatnsbyssur. Henni fannst rosalega fyndið að leyfa þeim að fara og sprauta á fólkið sem lá og sólaði sig á bakkanum. Mér var alveg hætt að finnast hún flottari en ég þegar hún fór uppúr.

Í sturtu voru engar óeðlilegar píkur, né nýstárlegar “hárgreiðslur” þarna niðri. En þar var hinsvegar kona frá kannski Tælandi eða Filipseyjum sem var með gull hálsfestar tvær, gull klukku, gull armband og gull eyrnalokka. Ég veit það ekki.. mér hefur hingað til þótt eitthvað að því að fara með vatnsheldan maskara og vatnsheldan varalit í sund… kannski það sé bara ekkert undarlegt.

Á bílaplaninu hjá okkur býr andapar. Í gamladaga var, rétt fyrir ofan þennan poll, sveitabær. Á bænum fæddist kona sem býr í stigaganginum hér. Mér finnst það merkilegt. Og enn merkilegra að endurnar eru hér bara. Baða sig í pollinum og synda í honum ef hann er nógu stór. Borða svo eplin sem ein á hæðinni setur út fyrir fuglana í hverfinu. Hún setti meira að segja vatn í skál handa þeim. En huggulegt.

Ég er andlaus með meiru. Ég er Krabbi að stjörnumerki. Ég þarf desperately á heimili að halda.Væl.