Hár hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi. Fyrst og fremst vegna þess hve mikið af því ég sjálf skarta á eigin höfði. Þá erum við auðvitað fjölskyldan frekar loðin. Hár er svo mikill partur af mínu lífi að ég hef skrifað um það ótal pósta hér á þetta vinsæla blogg.

Sem dæmi:

Til þess að toppa þetta allt þá gerðumst við Ungstirnið á  heimilinu (Sprengjan) leikarar og tókum þátt í uppsetningu Leikflokks Húnaþings vestra á söngleiknum Hárið. Mikið ÓSKAPLEGA! var það ótrúlega húrrandi skemmtilegt. Bara varla skemmt mér eins mikið í lífinu áður. Jedúddamía!

Við sýndum 5 sýningar og eina aukasýningu um páskana. Sendum svo sýninguna inn í keppni um áhugaverðustu leiksýningu áhugaleikhúsa og UNNUM! Þetta eru náttúrulega gamlar fréttir, því allt þetta var opinbert og kunngjört á Feisbúkk um leið og það gerðist.

Eldir dóttirin og móðurbetrungurinn í sínu hlutverki. Ég er þarna reyndar rétt fyrir aftan hana, sést í nefið á mér.

Mest allur hópurinn, hljómsveitin þarna undir til hægri. Við Ungstirnið til hægri líka, fyrir ofan hljómsveit.

Og mikið af hópnum.

Þá er næsta skref að fara í Þjóðleihús allra landsmanna og stíga þar á svið. Það verður nú gaman að ylja sér við minningar um að hafa gert það. Ekki slæmt, ekki slæmt.