Góðan daginn hvað er mikið að gera! Bara allt í einu eins og bomba! Vilt þú fleiri upphrópunar merki eða skilurðu hvað ég er að meina?

! – eitt til öryggis.

1. Ég er byrjuð að vinna aftur. Reyndar má segja að ég sé löngu byrjuð að vinna aftur, en svona opinberlega hef ég hafið störf aftur hjá honum Arthuri vini mínum. Ég er bara með pínu lítið verkefni eins og er, vonandi fæ ég stærra, nema það detti rífandi gangur í lopapeysugerðina sem er ekki byrjuð en ég mun byrja á innan skamms.

Fólk á skrifstofu er samt við sig. Sumir annálaðir snyrtipinnar með ekkert á borðinu meðan aðrir mylja svoeiðis út um allt og upp um allt. Síðustu tvo daga hafa allir verið að borða köku eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hlóð extra á klósettpappírinn ef ske kynni að kökuátið myndi fara illa í afturendann á þessu.

Ég er síðan, mér til ánægju auðvitað, en kemur mér á óvart þar sem ég hef ekki vísvitandi verið að hössla verkefni, hef ég verið að gera vefsíður alveg á fullu núna síðustu daga. Eina fyrir vinkonu mína, aðra fyrir vinkonu en ekki fyrir mína vinkonu heldur vinkonu mÖmmu L. Þá e í býgerð lítill fræðsluvefur fyrir menntamálaráðuneytið og vefur fyrir útfararstofu. Svo fyrir skemmstu var opnaður vefur Icewhale.

Þá er ég auðvitað líka alltaf að vinna í garnbúðinni minni. Það finnst mér skemmtilegast og gaman að byggja eitthvað upp frá grunni. Prósessinn er frábær lærimeistari í þolinmæði og því fagna ég. Ég er reyndar orðin stórgóð í þolinmæði.

2. Spilatímar hafa tekið yfirhöndina. Tónleikar á föstudaginn og sjöþúsund aukaæfingar vegna þessa í þessari sömu viku.

3. Við fáum heimsóknir í þessum mánuði. Eina á fimmtudaginn og svo er mágur minn og bróðir væntanlegur til landsins 17. des OG! mAmma L kemur 19.des. Það er svo mikil lukka yfirokkur með heimsókninar að hún skyggir á allan vanda.

4. Við höfum eignast fjölskyldumeðhjálpara. Það er ótrúlegt frá að segja en þetta e í alvöru eins og ást við fyrstu sýn. Ég, eftir að hafa fengið löðrung frá raunveruleikanum, ákvað að prufa að auglýsa eftir barnapíu. Örskammri stundu síðar var ég komin með eina sem ég tel mig vera mjög heppna með.

5. Ég fór í klippingu. Sko þá í alvöru klippingu sem hafði í för með sér að panta tíma á hársnyrtistofu, fara þangað og láta fagmanneskju klippa hárið. Ég var eiginlega komin með mjög mikil óþægindi af hárinu. Það var fyrir það fyrsta slitið og ljótt til endanna, svo var það svo sítt að ég, ef ég beygði hausinn aftur eða svona horfði uppí loft, gat í alvöru notað hárið til þess að skeina mig, ég gerði það samt ekki (eða hvað.. varð ég of forvitin og prufaði?). Ég þurfti að vefja því 3.5 sinnum utan um sjálft sig þegar ég vildi hafa það í hnút og var í það minnsta 5 mínútur að flétta fléttuna. Hausverkur og óþægindi þegar ég svaf, vegna þess að hárið var svo þungt að það togaði alltaf í og lenti síðan undir mér svo ég lá föst, hrjáðu mig í fleiri vikur, ef ekki mánuði, eða kannsi ár, ég hef verið með mjög sítt hár mjög lengi.

Klippikonan va 17 sinnum yngri en ég. Var í svörtum samfesting sem var með svo víðu hálsmáli að hálsmálið var eiginlega brjóstmál, því það lá rétt fyrir ofan geirvörtur og svo þar sem leið liggur afturá bak yfir miðja upphandleggina, langt fyrir neðan axlir. Hún var ekki í haldara og ég, þegar hún spurði hvað mikið hún átti að taka af hárinu, gat ekki svarað almennilega því ég var svo mikið að hugsa um hvernig þessi samfestingur héldist uppi og hvort hún væri ekki alltaf að spekúlera hvort hann væri ekki alveg að fara að detta niður fyrir brjóst.

Samfestingurinn datt ekki niður og ég missti helminginn af sjálfinu mínu sem var svo sópað upp með hári frá einhverjum trefli sem sat í næsta stól og var að grobba sig af því að hafa verið að skipta um vinnu.

Hver er ég eiginlega ef ég er ekki þessi með hárið?

ordin-skollott

Eins og allar og þá meina ég það bókstaflega, hárgreiðslukonur, þá sléttaði hún á mér flókann. Ég kem ekki úr klippingu nema það sé búið að slétta á mér hárið. Pínulítið eins og hárið á mér og lögun þess, sem í orðabók hárgreiðslunnar kallast ekki liðað, krullað, semi-slétt eða bara óreglulegt t.d, heldur frissí. Frissí Krissí. Eða bara hárið á mér er eitthvað frussulegt. Sem sagt, pínulítið eins og hárið á mér og lögun þess eigi ekki við rök að styðjast og því verði að rétta úr því, hamast á því þangað til það meikar sens.

Fjölskyldumeðlimir voru ærir af ánægju þegar ég kom heim. Fannst hárið á mér æðislegt, frábært og miklu flottara. Ég sagði þeim nú frá því að það yrði bara svona slétt og fínt þar til ég myndi þvo það næst. Þau sögðu að það myndi ekki skipta neinu máli, ég væri næstum því tilbúin að setja á mig kórónuna fyrir að vera heimsins fallegasta kona núlifandi.

Ég þvoði á mér hárið á mánudaginn. Ég hef ekki heyrt píp í þessum lýð síðan.