Mér finnst, fyrst konur eru það tillitssamar við meðmanneskjur sínar, að vera í einhverju nærhaldi sem heldur aftur af brjóstunum og geirvörtum sem eru óvenju upp með sér, að þá eigi menn líka að vera í einhverjum aðhalds nærfötum. Sérstaklega ef þeir velja að vera í hjólabuxum þegar þeir fara út að hlaupa.

Mér finnst beisikk að vera ekki með félagann svona í lausagöngu, hann sést alveg, sérstaklega þegar maður horfir framaná mann með typpið svoleiðis ekki í bandi. Ekki það að typpi séu eitthvað afleit, þetta er spurning um prinsipp. Og svo hlýtur það líka að vera spurning um að fá ekki pungsig, pungslit og að festa ekki hárin á lærunum inní forhúðinni.