Það er eiginlega ekki svo mörgum orðum um það að fara að það er búið að vera slæmt veður hér í mánuð eða meira. Langflestir komnir með nóg af því auðvitað. Ég get alltaf fundið mér eitthvað að gera og er með milljón og sjö verkefni sem ég get farið í, þó svo að ég sé tiltölulega föst heima við, þannig. Þrátt fyrir allt sem hefur verið í gangi í mínu lífi undanfarnar vikur þá er ég bara mjög fegin að það er hægt að panta vörur af internetinu. Þú veist, svo ég þurfi ekki að gera mér ferð til stærri bæja til að kaupa það sem ég vil kaupa.

Svo mörg voru þau orð.