Mikið hlakka ég til þegar ég get farið að segja sögur af einhverju  öðru en bara því sem gerist hérna inná heimilinu.

En þar sem ég er í orlofi þá hef ég allskonar tíma fyrir hluti sem ég hef ekki haft tíma fyrir áður, eins og að sofa einhverntíma og einhverntíma, sinna öllum börnunum mínum og síðast en ekki síst prufa ýmislegt eins og að setja einhverja góða olíu í hársvörðinn minn sem alla jafna er frekar erfiður.

Olíublanda dagsins hljómar uppá

  • 3 msk kókosolíu (haha, ég er bara komin með þetta fyrirbæri á heilann.. ég tilbið samt ekki kókosolíu og finnst hún hreinn hroðbjóður á bragðið)
  • 3 dropar Tea Tree olía
  • 3 dropar Rósmarín olía
  • 3 dropar Lavender

Þrjár neðantöldu olíurnar eru ilmkjarnaolíur, rótsterkar og að mínu viti ætti ekki að nota meira en þetta magn, jafnvel helminga það ef um viðkvæma húð er að ræða.

Nú, maka þessu og nudda inní hársvörðinn, þetta á að bíða síðan í 20 mínútur.

Þetta er ekki ég né hárið á mér. Þetta er mynd sem ég fann á netinu þar sem lýst er mayones hármeðferð. OJ!

Þetta er ekki ég né hárið á mér. Þetta er mynd sem ég fann á netinu þar sem lýst er mayones hármeðferð. OJ!

Þetta gerði ég kl. 10 í morgun, gaf síðan Bjútíbínu og sofnaði.. er ekki búin að þvo þetta úr ennþá.

Verð í bandi ef hárið dettur af.