Ég er á móti orðinu einstaklingur. Ein – stak – lingur. Á þrjá vegu treður þetta orð uppá mann aðskilnaði. Ég er nokkuð sannfærð um að aðskilnaður sé ekki það sem mannveran þarf á þessum síðustu og verstu.

Ein – ekki flókið að útskýra það. Stak – stök, að vera stakur, bara einn. Og svo Lingur, ber ekki á nokkurn máta með sér að vera orð yfir annað en eitthvað eitt, eða einan og sér.

Ég geri mér grein fyrir að þetta er bara orð yfir mig sem mig eina en ekki okkur. Og stundum til að aðgreina fólk og fyrirtæki. Eins og ef þú ferð á vef ónefnds banka (líka á móti bönkum.. það er örugglega eitthvað að mér) geturðu valið þjónustur fyrir einstaklinga og svo fyrirtæki.

Það fer í taugarnar á mér þegar stofnanir og “yfirvaldið” tala aum einstaklingana. Það hljómar alltaf eins og eitthvað annað, ekki partur af samfélaginu. Eins og um árið þegar það átti að gera eitthvað fyrir “heimilin í landinu” – Heimilin hljómuðu alltaf eins og eitthvað sem varla var á Íslandi.

Þá veistu það.