Það er ákveðin kúnst að fara út með ungan hund í hálku.

Þú sérð fyrir þér konu, snemma (mjög snemma) á fimmtugsaldri, í ljósbláum kuldagalla og í strigaskóm. Hálkan er afleiðing slabbs í fyrradag og frosts í gær og rigningar í dag, ss flughált, rennandi blautt, ójafnt yfirborð. Hundurinn er eins og segir ungur og þar af leiðandi hress og til í tuskið við hið minnsta (lauf, snjókorn, hans eigin spegilmynd í glugga, aðrir hundar). Þetta er morgunhringurinn og því tilheyrir að pissa á nokkrum stöðum, hundurinn, ekki konan, og kúka amk einusinni. Snemmfertuga konan hirðir skítinn eins og góðum borgara sæmir (í niðurbrjótanlegan poka að sjálfsögðu) og er þar af leiðandi núna í bláum kuldagalla, í strigaskóm, með æstan hund í annarri og kúk í poka í hinni – í áður nefndri hálkuófærð.

Kúnstin verður ekki fullkomnuð nema vera í þessum aðstæðum – OG – fara niður brekku og tík nágrannans byrjar að gelta á unghundinn.

Konan var ekkert nema fegin að meika það heim og íhugar að salta sjálf þennan hring svo hún geti gengið hann án þess að vera í lífshættu.

Hundinum var skítsama.