About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Afsakið hlé – botnlangaaftaka

Muniði eftir því krakkar? „AFSAKIÐ HLÉ“ á bláum sjónvarpsskjá í margar mínútur.

9 daga hlé á daglegu bloggi og ástæðan er ærin. Ég er einu líffæri fátækari því það sprakk í mér botnlanginn. Mér hefur liðið allt annað en vel.

Að öðrum verkjum ólöstuðum þá var þetta minn versti verkur hingað til. Ég er strax á bæn

2017-01-17T13:55:12+01:0028. júlí 2016|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Vantar nafn á fyrirtækið

OK, krakkar! Hvernig er það eiginlega með sumarveðrið hér í Kóngsins köben? Ekkert að gerast! Alveg heitt og svona, en ekki nein sól og ekkert tækifæri til að skrópa í hversdeginum og hanga á ströndinni. Kannski sem betur fer því ég hef skú da nóg að gera.. en samt.. að væri mjög næs að liggja

2016-07-19T20:44:54+02:0019. júlí 2016|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Aðgerðarlausir sunnudagar og inngróið hár

Eftir afmælisdaginn góða, þar sem ég leyfði mér að slaka á, vera óstíf, skemmtileg og þýð í samskiptum við hina og leyfði mér í þennan 1/365 af árinu að hugsa ekki um áhyggjur alheimsins, vaknaði ég svo leiðinleg að ég bara var að hugsa um að rífa upp hurðina, rjúka út og skilja sjálfa mig

2016-07-18T20:44:30+02:0018. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , |0 Comments

3 og 39 ára

Þau eiga afmæli í dag feðginin. Hún er 3 ára og ekki lítið búin að hlakka til. Hvonooo ha je föðsesdei? 15 ljuli.

Spenningurinn var svo mikill að hún neitaði að borða morgunmatinn, stóð fast á því að hún ætti að borða kökuna sem við fórum með í leikskólann, um leið og hún kæmi þangað. Ætlaði

2017-01-17T13:55:12+01:0015. júlí 2016|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |1 Comment

Eldhús Eiginmannsins

Stundum tala ég aðeins of mikið um sjálfa mig hvað mér finnst. Aðeins of einhverf, sjálfhverf jafnvel innhverf.

Þetta er s.s eldhús Eiginmannsins. Ég hef ennþá ekki gerst svo fræg að borða á Wulf og Konstali, þar sem hann ræður ríkjum. Ég hef hinsvegar borðað mat þaðan…og maður minn og mæna, það er svo gott að

2017-01-17T13:55:12+01:0013. júlí 2016|Categories: Matur|0 Comments

Reðuleðuflefle

Þarna er Diddmundur í greiðslu, í hann var sett bæði gel og hársprey og svo blásið hárið aftur til að reyna að fá það til að vera einhvernveginn. Það er kannski ekki mígandi fyndið neitt við það.

Það sem er fyndið er litla dýrið þarna fyrir aftan. Hún var að bíða eftir að Sprengjan myndi blása

2017-01-17T13:55:12+01:0011. júlí 2016|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Agúrkuplanta með hendur og pælingar um afmæli

Hér höfum við agúrkuplöntu í gróðurhúsinu á svölunum sem heldur sér í næsta staur svo hún detti ekki um koll. Það er ekki að spyrja að því. Frekar töff hönnun hja Fröken Náttúru.

Ágætis dagur eftir glataða nótt. Hef legið á gólfinu með þvottasvamp að skrúbba upp skít síðustu 2 vikna. Já, það s.s endaði þannig

2016-07-09T20:45:37+02:009. júlí 2016|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , |0 Comments

Dei taskan

Ég hef aldrei verið fyrir merkjavöru og ég hef heldur ekki getað fylgt straumnum, var t.a.m hvorki djúran djúran né vamm aðdáandi. Ég gat ekki Mæköl Djakkson og strákabönd gáfu mér grænar bólur. Ekki þar með sagt að ég hafi verið að gera í því að fara á móti straumnum, þvert á móti eiginlega, ég

2016-07-08T21:11:51+02:008. júlí 2016|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , |0 Comments

Englandsvej

Ég hugsa svo oft til þess hvað allt var æðislegt á Englandsvej, þar sem við bjuggum áður en við fluttum til Íslands 2011. Hafiði upplifað þetta? Eitthvað tímabil sem þið hugsið alltaf til baka til eins og allt hafi verið rétt og það verði aldrei í framtíðinni betra né eins.

Við vorum þar í rétt tæp

2017-01-17T13:55:12+01:007. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , |0 Comments

Mæta í skip með bros á vör?

Er stundum með sítrónu, myntu og gúrku í krukku með vatni inní ísskáp. Það er alveg fruntalega gott.. og fallegt.

Hugleiðing dagsins er þessi:

  • Skipin eru öruggust í höfninni, en þeim var samt ekki ætlað að vera þar.
  • Show up – mæta.
  • Bros

Leimmér að útskýra.

Þetta með skipin

Ég er að hlusta á bók sem heitir Rewire Your

2017-01-17T13:55:12+01:006. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , |0 Comments

Mön

Eins og frægt er orðið þá fórum við í sumarhús. Á leiðinni til baka ákváðum við Eiginmaðurinn, við ákváðum einróma og án þess að deila því með hinum, að keyra aðra leið heim.

Við keyrðum uppá Mön í gegnum Farey og Bókey. Þegar lýðurinn fór að ranka við sér og alveg bara.. öhh hvar erum við

2017-01-17T13:55:12+01:005. júlí 2016|Categories: Ferðir út af húsi|Tags: |0 Comments

Ný kona og ofvöxtur afkvæmis míns.

Eiginmaðurinn og Bína að hjóla útí búð. Hún er kvenskörungur, hún fæddist þannig.

Já hver er hugleiðing dagsins?

Hún er að ég fór með Geðmundi, sem ég er alvarlega að íhuga að byrja að kalla aftur (síðan hann var yngri en 8 ára) Prinsinn, í verslunarferð nú í gær. Hann vantaði brækur blessað barnið. Hann hefur rokið

2016-07-04T22:32:34+02:004. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , , |0 Comments

Bílferð og ÁFRAM ÍSLAND.

Ég horfi aldrei á fótbolta nema núna. Get ekki annað. Bara 18 mínútur í leik!!!

Einn daginn sem við vorum í sumarhúsinu góða fórum við í smá ökuferð. Ökuferðin var ekki skylda fyrir meðlimi fjöllunnar en það endaði með að báðar stelpurnar komu með.. ok, Bína fékk engu um það ráðið, hún var bara sett í

2017-01-17T13:55:12+01:003. júlí 2016|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , |0 Comments

Alvarlegt vatnsofbeldi í minn garð

Fyrst ber mér að nefna að ég þoli ekki og þá meina ég  þ.o.l.i. e.k.k.i.  að vera kalt eða fá á mig eitthvað kalt. Eina sem ég vil sem er kalt er ís á heitum sumardögum.

Kalt vatn er helsta ástæðan fyrir að ég fer ekki svo títt í sund. Öll ástæðan fyrir því að ég

Sumarhúsið góða

Við erum í sumarhúsi! Það er merkilegt fyrir margar sakir. Númer eitt og feitast er að við höfum ekki farið í sumarhús, eða þá frí öll saman síðan Sprengjan var innan við eins árs. Innan við einsárs segi ég og skrifa. Við erum sjálfsagt versta frí-fjölskyldan á jörðinni.

Mörgu er um að kenna. Aðallega peningaleysi og

2017-01-17T13:55:12+01:0030. júní 2016|Categories: Ferðir út af húsi|Tags: , , , |0 Comments

Það er svo langt síðan, ég lofa sjálfri mér bót og betrun

Mér til málsbóta, enn og aftur, er hýfandi mikið að gera í vinnunni. Kristín Guðmunds vefhönnuður er sannarlega á flugi og síðasti mánuður hefur verið brjálaður, eins og menn segja.

Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi við að reka eigið fyrirtæki og síðast og nýjast er: hvernig fer kona í frí frá eigin starfssemi? Á

2017-01-17T13:55:12+01:0029. júní 2016|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Stökkbreytta hárið

Ræðum þetta aðeins. Hvað er þetta spyrðu? Jú, þetta er bæði tvinni og HÁR! úr sjálfri mér. Eiginmaðurinn fann það við ennið á mér hér um daginn.

Það er hægt að grínast með þetta á margan máta, en fyrst verð ég að segja þér að neðri þráðurinn er tvinninn, en hitt er hárið á mér. þetta hár

2017-01-17T13:55:12+01:004. júní 2016|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment
Go to Top