Stundum tala ég aðeins of mikið um sjálfa mig hvað mér finnst. Aðeins of einhverf, sjálfhverf jafnvel innhverf.

Þetta er s.s eldhús Eiginmannsins. Ég hef ennþá ekki gerst svo fræg að borða á Wulf og Konstali, þar sem hann ræður ríkjum. Ég hef hinsvegar borðað mat þaðan…og maður minn og mæna, það er svo gott að kona slefar bara.

Það er bara svo mikið að gera þar að ég nenni ekki að fara þangað. Alla daga fullt útúr dyrum, bókstaflega, því það eru borð úti.

Eymingja maðurinn. Stendur yfir pottunum allan daginn og kemur svo beint í að standa yfir pottunum hér heima. Ég vorkenni honum jafn mikið og mér þegar ég er að skúra og kem svo heim og held bara áfram þar.

Lengi vel eftir að ég hætti formlega að skúra datt ég í þvílíkan þrifagír hér heima uppúr klukkan 17 og svolítið frameftir. Bara rétt eins og ég væri bara ekki að ná því að ég hefði hætt..

En, svona er s.s umhorfs í vinnu Eiginmannsins. Það er svo mikið að gera hjá okkur báðum að við skiljum ekki hvað er að gerast. Ef ég ætti pening fyrir því, myndi ég ráða einhvern hingað inn til þess að þrífa.. án gríns. Það verður mega skítugt ef það er ekki þrifið reglulega.

Í sama pælingaflokki er pæling mín um að fylla frystinn, annan þeirra, af tilbúnu dóti sem hægt er að grípa í yfir daginn.

Sá sniðuga hugmynd á interfretinu og gerði eins:

fjolda-smuthi

Þetta er ss poki, gerði 9 stykki, sem er með niðurskornum ávöxtum, spínati og frosinni laktósafrírri jógúrt (þetta hvíta, frysti hana fyrst í formi og setti svo ofaní pokann), haframjöli og einhverjum fræjum. Spínatið til þess að koma smá grænu í kroppinn, jógúrtin til að fá smá prótín. Eða svo sagði hún sem skrifaði um þetta á netinu, man ekki hvar.

Svo verður mjög spennandi að fylgjast með hvort ég eigi eftir að taka þessi pokagrey útúr frystinum einhverntíma. En þú veist, kona verður í það minnst að reyna.

Annað sem mér hefur dottið í hug að frysta er

  • Kanilsnúðar
  • Pizzusnúðar með sósu sem er full af grænmeti (s.s falið grænmeti, múhahahah)
  • .. jebb, þetta var allt