Muniði eftir því krakkar? “AFSAKIÐ HLÉ” á bláum sjónvarpsskjá í margar mínútur.

9 daga hlé á daglegu bloggi og ástæðan er ærin. Ég er einu líffæri fátækari því það sprakk í mér botnlanginn. Mér hefur liðið allt annað en vel.

Að öðrum verkjum ólöstuðum þá var þetta minn versti verkur hingað til. Ég er strax á bæn um að þurfa ekki að upplifa verk að þessari stærðargráðu aftur. Mammamía. Og talandi um mömmu.. og pabba og systur mína og þar með ættmenni mín öll og Eiginmannsins og vini sem ég er ekki líkamlega nálægt dagsdaglega, ég hef aldrei, aldrei, aldrei saknað ykkar eins mikið.

Djöfull er þetta strembið. Úff. Sprunginn botnlangi með sýkingu er ekkert grín. Vegna þess að ég át þá ekkert í þessa viku sem þetta stóð yfir þá er ég eins og lyfsi í sófanum. Ég gerði fléttur í hárið á mér áðan, tvær, og svitnaði og skalf við áreinsluna. Segi nú bara að sem betur fer vinn ég ekki líkamlega erfiðisvinnu og hef aðeins getað potað í vinnuna í láréttri stellingu í dag.

Fyrir utan líkamlega vanlíðan finnst mér slæmt að vera ekki nálægt fólkinu mínu akkúrat núna. Væl og grenj. Mig þyrstir, bara beinlínis eins og að þyrsta í vatn (sama tilfinning fyrir mér), að vera nálægt ykkur og íslenskri náttúru. Ég vil velta mér um í mosagrónu hrauni og frjósa úr kulda niður við sjó í lyktinni af honum. Ég vil njóta kvöldsólarinnar og húsflugnasuðs árla morguns með stýrur í augunum. Drekka vatn úr lind uppá fjalli og fara á hestbak. Finna lyktina af nýslegnu og borða snjó.

Sem betur fer er ég auðvitað ekki alein hérna, ég hef auðvitað Eiginmanninn sem hefur staðið í ströngu á heimili, halda öllu hreinu og elda ofaní börnin og hlusta á mig veina og væla. Ekki öfundsvert starf það. Sprengjan hefur líka verið með eindæmum dugleg að passa og gera og græja. Auðvitað er frumburðurinn ekki hér núna en hann hefði pottþétt líka verið með eindæmum duglegur. Yngri börnin líka dugleg, bara öðruvísi. Bína litla svolítið strekkt á því.. orðin helst til frek og sennilega með heimsyfirráð í stífri skipulagningu.

Guði sé lof fyrir interfretið, snjallsíma og Fésbókina. Annars hefði ég ekki getað verið eins nálægt ykkur og ég mögulega gat. Það var stórkostleg hjálp í því. Ég vil aldrei þurfa að upplifa þetta aftur. Get mögulega hlegið að því seinna að hafa legið á stofu með gamalli konu sem ekki var með öllu mjalla sem m.a fékk stólpípu að mér viðstaddri (á bak við tjöld samt sko) og reif úr sér drippið (þetta fyrir sýklalyf og vökva í æð) og rölti fram á gang án undirfata. Ég hlæ að því bara síðar…og því hvað mér brá þegar ég fór á klóið fyrst eftir aðgerðina og tók eftir að það vantaði á mig 1/2 af píkuhárunum. Surpræs, surpræs.