Ég horfi aldrei á fótbolta nema núna. Get ekki annað. Bara 18 mínútur í leik!!!

Einn daginn sem við vorum í sumarhúsinu góða fórum við í smá ökuferð. Ökuferðin var ekki skylda fyrir meðlimi fjöllunnar en það endaði með að báðar stelpurnar komu með.. ok, Bína fékk engu um það ráðið, hún var bara sett í bílstólinn.

Við erum að upplifa að þegar við erum með öll börnin í bílnum þá er lengri bílferð hálf boring, við gætum sennilega keyrt endalaust, horft útum gluggann, stoppað hér eða þar, étið eða ekki étið, sofið þegar við værum þreytt og þ.h. Þessvegna ætlum við að fá okkur húsbíl einhverntíma. Pakka niður fyrir óákveðinn tíma og segja svo adíós og keyra af stað eitthvað útí bláin.

Í þessar stuttu ferð fórum við lengra niður á Lolland, nánar tiltekið í Gedser. Það er syðsti punktur Skandinavíu.

Á leiðinni sáum við ýmislegt fallegt, keyrðum t.a.m niður að strönd:

lolland-falster-gedser-1

Það var töluverður blástur við ströndina en með eindæmum fallegt.

lolland-falster-gedser-2

Þetta er ekki baðströnd þannig séð, strönd engu að síður, en hafið var eitthvað svo fallega sægrænt þarna, og úfið og eiginlega leit það út fyrir að vera þykkt og fullt einhvernveginn.

lolland-falster-gedser-3

Við höfum ekki farið neitt um Danmörku áður. Ég ELSKA þetta útsýni. Ég elska það jafnmikið og útsýnið á Íslandi. Eins og svart og hvítt. Margir akrar á leiðinni með einhverju korni á, veit ekki hvaða korni en það var ýmist gult yfir að líta eða grænt.

Það eru líka svakalega mörg tré, alveg himinhá á ökrunum, eða og sennilega á milli lóða. Þannig geta verið tré, sem eru risastór, sem mynda mörk á milli lóða. Eða það eru hjúmöngús tré sínhvoru megin við afleggjarann. Og, í miðjum ökrunum öllum saman eru gjarnan risastórir trjábrúskar sem umlykja bæina. Umlykja þá sko þannig að það sést ekkert í þá, ekki húsþak né húshlið.

lolland-falster-gedser-4

Fundum síðan þessa gamaldags lestarteina. þetta er enn í notkun alveg. Sáum því miður ekki lestina sem keyrir þarna um. Og svo er þarna hús, alveg við teinana.

lolland-falster-gedser

Gulir og grænir akrar við bláa himininn. Góð bílferð sem endaði að sjálfsögðu með ís í miðbænum á Marielyst.

Hver vill koma með næst, í bústað í Marielyst?

strondin-i-marielyst

Þetta er ekki mynd úr sömu ferð, Eiginmaðurinn tók hana, mér finnst hún svo ótrúlega flott. Sjá dökka bláa sjólitinn vð sjóndeildarhringinn og svo ljósa sandinn. Allir litirnir passa 110% vel saman. Er ekki Móðir Náttúra ótrúlega góður hönnuður?

….Á F R A M  Í S L A N D!!!

Ekki fara af límingunum samt elskurnar ♥♥♥