Þau eiga afmæli í dag feðginin. Hún er 3 ára og ekki lítið búin að hlakka til. Hvonooo ha je föðsesdei? 15 ljuli.

Spenningurinn var svo mikill að hún neitaði að borða morgunmatinn, stóð fast á því að hún ætti að borða kökuna sem við fórum með í leikskólann, um leið og hún kæmi þangað. Ætlaði sko ekki að fara að fylla sig af einhverri hollustu áður en hún færi í það verkefni.

Hann er 39 ára og verður alltaf betri og betri með aldrinum, eins og ostur þú veist og rauðvín. Hann að vísu lyktar vel.. annað en gamall ostur.

arna-sofandi-a-afmaelisdaginn

Ég verð alltaf svolítið meir þegar þau eiga afmæli. Man svo vel þegar ég fæddi þau alltaf á þessum dögum. Hana fæddi ég heima. Ég var búin að segja frá því einhverntíma, en sennilega er það náttúrulegasti atburður sem yfir mig hefur komið.

Ég hafði s.s fætt 3 börn áður en ég fæddi hana og það var allt hinn versti sársauki. Ég er alltaf stórkostlega hissa á að kona eignist nokkurntíma annað barn eftir fyrsta barnið.. þú veist.. útaf því að þetta er geðveikt vont.

En það var ekki vont að eiga Bínu. Ég á erfitt með að útskýra það. Kannski er það útaf því að hún er barn númer 4 og líkaminn bara kann þetta, eða kannski var það útaf því að ég var bara heima hjá mér. Ég gekk út í garð og ruggaði mér, ég fór í sturtu, ég var í eldhúsinu og svo sat ég í stól í dimmu horni í svefnherberginu (á meðan Eiginmaðurinn og ljósan störðuá mig). Svo vildi ég inná bað og þar átti ég barnið. Það var ekkert mess, ekkert sull og bara ekkert. Ég var eins og hvert annað spendýr sem datt inní sónið og kom þaðan ekki fyrr en barnið var í fanginu á mér.

Númm. Til þess að fagna deginum hentumst við Sprengja útí búð. Keyptum smá skraut fyrst það var afmæli. Lærði eitt um Sprengjuna hér á þessum síðustu dögum, eða vissi það en fattaði í dag hvað það var. Hún er mjög, mjög gjalfmild. Hún hefur algjört yndi af því að kaupa gjafir og gefa og gera fyrir aðra.

afmaelis-pakkar

Þegar litla dýrið kom heim var því allt þetta tilbúið. Blöðrur, kökur, pakkar, ljós, kerti, fánar og hvað eina. Mér fannst þetta ÆÐISLEGT.

afmaelis-barn-arna

Hún var svo ánægð þegar hún kom heim, það var alveg æðislegt að sjá.

Við átum og svo opnaði hún pakka. Byrjaði á að opna pakka með dóti í en svo voru þarna alveg þó nokkrir með fötum. Hún átti í mestu vandræðum með að opna alla pakkana þar sem hún gat ekki almennilega ekki horft á dótið sem hún var búin að opna.

Eiginmaðurinn fékk kaffivél.. aftur.