Við erum í sumarhúsi! Það er merkilegt fyrir margar sakir. Númer eitt og feitast er að við höfum ekki farið í sumarhús, eða þá frí öll saman síðan Sprengjan var innan við eins árs. Innan við einsárs segi ég og skrifa. Við erum sjálfsagt versta frí-fjölskyldan á jörðinni.

Mörgu er um að kenna. Aðallega peningaleysi og svo hefur það ótrúlega oft verið þannig að ég hef verið í skóla og bara með sumarvinnu eða þá að annað okkar hefur verið að skipta um vinnu og átti ekkert sumarfrí uppsafnað.. og svo hin sumurin þar sem það var bara ekki í boði að taka frí.

En nú erum við þar! Með hjálp góðrar vinkonu :)

a-leid-a-lolland

Þetta er brú á leiðinni yfir á Lolland þar sem við erum í Marielyst. Þó þessi mynd líti út fyrir að vera kuldaleg þá var sennilega heitasti dagur í Danmörku á laugardaginn síðastliðinn, þegar við lögðum af stað í svo drekkhlöðnum bíl (leigðum bíl), að ég þurfti að sitja með fæturnar uppí sætinu.


allir-i-bil

Þéttraðað í bílinn bæði af farangri og börnum.

allir-i-bilnum

Eldri aftast og yngri í miðjunni og við auðvitað fremst, annað væri undarlegt. Sjá bara hvað þessi börn eru orðin stór.

Við komumst á leiðarenda, ferðalagið ekki það langt þannig séð, 1.5 tími í bíl. Fundum húsið og það lítur svona út:

sumarhusid

Risastór garður, sem virðist vera normið hér í þessu sumarhúsa hverfi. Eða Fríbæ eins og við köllum þetta. Heitir uppá danann Marielyst Ferieby. Er þetta ekki húrrandi sætt hús?

Inni er nóg pláss, 3 svefnherbergi og svefnskonsa í stofunni líka. Númm. Við komum um 5 leitið og gerðum ekki annað þann daginn en að koma okkur fyrir, fara í búð og borða. Og þá kom steypi regn. Og þrumur og eldingar, sem að mínu mati var æðislegt.

sumarhusid-a-moti

Sumarhús nágrannans. Hér er líka allt í risastórum trjám. Ég er svo komin heim.

Við höfum síðan gert hitt og þetta og ekki neitt.

arna-og-gedmundur-a-strondinni

Við fórum t.a.m á ströndina sem er hér rétt hjá einn daginn. Það var aðeins of mikið rok og aðeins of mikið af flugu. Þessvegna vorum við bara stutt.

batur-a-strondinni-i-marielyst

Strandútsýnið. Ferlega flott strönd. Ég veit ekki hvort það er satt og sannað en auglýsingaskiltin hér og almennt umtal segja að þetta sé fallegasta baðströndin í gervallri Danmörku.

asninn-og-thorvi

Hér er síðan líka dýragarður. Þar hitti Eiginmaðurinn mikinn vin sinn. Þeir báðir jafn sætir.

dyragardur-7

Það mátti fara nefnilega inn í eitt gerðið, þar sem voru póní hestar, geitur og asnar. Þar fyrir utan voru stærstu nagrísir sem við höfum séð í litlu gerði og kanínur.

dyragardur-8

Púnglíngar og póníhestar.

dyragardur-9Bjútíbína var alveg með þetta á hreinu. Geiturnar náttúrulega vanar öllum fjáranum og kipptu sér sko ekki upp við að allt fólkið væri þarna að atast í þeim með mismiklu offorsi.

dyragardur-10Við leigðum vagn til þess að draga Bínu í. Nenntum ekki hvað hún labbar hægt blessunin. Henni fannst það ekki leiðinlegt sko.

dyragardur-5

Styttri fætur auðvitað fegnir að fá smá far.

dyragardur-6

Og reglan er greinilega sú að ef þau mega sitja í kerrunni þá má Eiginmaðurinn það líka. Einhver af okkur fór hjá sér við uppátektina.

feitasta-geitin

Feistasta geitin norðan hæðarinnar í Danmörku.

dyragardur-1

Sprengjan í risaeðlugarðinum. Þar sem dýragarðurinn er líka grasagarður þá var búið að búa til garð með allskonar plöntum í og með styttum af risaeðlum og þar var líka líkan af eldfjalli sem var hægt að labba uppá og sjá ofaní. Þar var hiti. 
dyragardur-3

Í dýragarðinum er líka ferlega flott leiksvæði með risastórum leikkastala. Þarna er Diddmundur á fleygiferð…dyragardur-4

..og Geðmundur líka.

Við höfum lært tvennt af þessari ferð, af því sem komið er, og það er að börnin höndla bara einn og hálfan tíma í bíl án þess að vera mega fúl og hormónaflippuð. Þau höndla líka bara svona ferðir í svona klukkara. Sem er ágætt. Gott að vita sín takmörk og ég nenni ekki að vera lengi lengi með fúla krakka í eftirdragi. Þá var ferðin ekki góð og skemmtileg heldur ógeðslega fúl og enginn vill fara aftur.

badminton-1

Við gerðum síðan kjarakaup í Nettó sem er hér ekki svo langt frá, en samt það langt frá að ég er dauðfegin að við erum með bíl, en það er þetta badminton net og spaðar. Hér hefur verið háð hver keppnin á fætur annarri.

Ég hef síðan haft ótrúlega góðan tíma til að hugsa hér í sveitinni, ekki svo að skilja að það sé ekkert að gera, ég meina.. við þurfum samt ennþá að koma mat á borðið 3-4 sinnum og ganga frá eftir það, þvo þvottavélar og svona. Það kastar kannski bara samt ljósi á að í venjulegum hversdegi að þá þarf kona sennilega að taka sér tíma til að hugsa, pondera hvað hún vill og vill ekki og gefa sér tíma til að íhuga ákvarðanir í eigin tómi. Hugsa að það sé ekki hollt að hugsa bara í sumarfríinu. Það hefur svo margt safnast upp þá.

En þú veist, þetta vissi ég, og sennilega þú líka, alveg en það er bara svo áberandi núna að allir þurfa tíma til að íhuga hlutina.