Hér höfum við agúrkuplöntu í gróðurhúsinu á svölunum sem heldur sér í næsta staur svo hún detti ekki um koll. Það er ekki að spyrja að því. Frekar töff hönnun hja Fröken Náttúru.

Ágætis dagur eftir glataða nótt. Hef legið á gólfinu með þvottasvamp að skrúbba upp skít síðustu 2 vikna. Já, það s.s endaði þannig að við skúruðum ekki eldhúsgólfið í 2 vikur. Fyrri vikuna vorum við í sumarhúsi, svo það safnaði nú ekki nema ryki á meðan, en síðustu vikur skúruðum við ekki neitt sem þýddi að gólfið var eiginlega svart.

Það er það ekki núna.

Ég á afmæli bráðum. Alltaf þegar ég á afmæli fer ég að hugsa um hvað mig langar í. Yfirleitt er það saumavél, amk síðustu árin. Dauðlangar í saumavél. Ég er meira að segja tilbúin með verkefni sem ég vil sauma og svo tala ég nú ekki um að það yrði mjög auðvelt fyrir mig að opna lopapeysurnar ef ég ætti sjálf vél.

Og svo langar mig í svona ilmolíulampa, átti þannig og braut hann óvart. Algjörk klaufi.

Mig langar líka í nýtt hjól. Og …vá, er að hugsa og hugsa en get ekki fundið uppá neinu öðru sem mig langar svona mikið í. Saumavél, ilmolíulampi og hjól er það sem mig langar í.

 

Bína fæddist á afmælisdegi föður síns. Ég veit ekki hvernig mér tókst eiginlega að fæða barn á sama mánaðardegi og tengdamóðir mín fæddi barn. Þetta er svakaleg tilviljun. Geggað flott tilviljun. Síðan hún fæddist þá höfum við alltaf sagt að hann sé þá frá og með árinu 2013 hættur að eiga afmæli. En um daginn komst hann að því að það er ekki hann sem er hættur að eiga afmæli heldur ég. Ég á afmæli 2 dögum á eftir þeim og á milli eigum við sambands- og brúðkaupsafmæli.

Það er nefnilega þannig að alltaf þegar talað er um afmælið hennar þá er sagt, veistu hver á líka afmæli? Pabbi. Þannig hann er enganveginn gleymdur. Allir eru spenntir yfir afmælisdeginum hennar/hans og svo er brúðkaupsafmæli.. og svo er fólk bara orðið þreytt, nennir eiginlega ekki að hlaða í enn einn afmælismorgunmatinn og 17.júlí verður pínu útundan.

En það er alltílagi. Svo lengi sem ég fæ saumavél, ilmolíulampa og hjól.