Það sem ég hugsaði um í dag (var bara þannig dagur í dag sjáðu til):

  • Peningavandamál
  • Hvað á að vera í matinn og hvenær á ég að gera matarplan fyrir næstu viku
  • Þegar ég er búin að þvo allar 17 þvottavélarnar, raða öllu úr búðinni, taka til í geymslunni, þvo bílinn og skila honum ÞÁ ætla ég að prjóna (kl. er 20:43 hér hjá mér og ég er ekki enn sest að prjóna)
  • Peningavandamál
  • Vil ekki þurfa að fara að sofa í kvöld, mér líður ekki vel á nóttunni og á í love/hate sambandi við hana.
  • Hvað Á að vera í matinn.
  • Peningavandamál
  • Vil ekki þurfa að fara að sofa í kvöld…. etc
  • Þarf Arna að pissa (hún er hætt með bleiu)
  • Þurfa ekki allir að borða núna.
  • Djöfull er geðbilað skítugt hérna.
  • NEI! Málning á svakalegu tilboði í Bilka, muna að kaupa hana svo það sé hægt að mála yfir fingra för síðustu 2 ára í herbergjum krakkanna.
  • Peningavandamál.
  • Vil ekki fara að sofa.
  • Muna að vökva plönturnar.
  • Hvaða lit á munstrið í lopapeysunni sem ég er að prjóna á ég að nota, peysan sjálf er hvít..
  • Pe.
  • Vil ekki.
  • Erfitt.
  • Ég er í kremju.

Það sem Eiginmaðurinn hugsaði í dag ,eða með réttum orðum, það sem ég fékk að vita að hann hugsaði um í dag:

  • Ef maður er kynskiptingur, er það þá kallað snyppi (þúveist, snýpur, typpi = snyppi)

Ef það er ekki á sumum dögum að ég gæti alveg hugsað mér að vera maður. Ég er samt ekki tilbúin til að fara í kynskipti, því að öðru leiti en að hugsa yfir mig allan sólarhringinn (ok, kannski er það ekki alveg einskorðað við konur) þá finnst mér gott að vera kona. Vil heldur ekki þurfa kalla neitt á mínum kroppi snyppi.