Í gær áttum við 5 ára brúðkaupsafmæli. Ég veit ekki hvert þessi ár ruku en þau eru búin að vera góð og ekki annað hægt en að fagna öllu því sem okkur er boðið uppá að höndla.

2016-07-17 19.47.26

Só, minn eigin afmælisdagur rann þá upp og hann var DÁSAMLEGUR krakkar! Ég elska að eiga afmæli með þessari fjölskyldu. Í gær fékk ég í brúðkaupsdags-gjöf blóm og ilmvatnið mitt, Angel, fann lyktina af því áður en ég varð tvítug og hef ekki notað annað síðan. Fékk síðan piparsleikjó, skrifborðslampa, rauða bjöllu á hjólið mitt og þessa mega flottu kertastjaka.

Þetta er reyndar í annað skiptið sem ég fæ rauða bjöllu á hjólið mitt frá mínum aldeilis frábæra Eiginmanni. Hina bjölluna fékk ég árið 2010 ef mig minnir rétt.

Þegar ég var búin að fá að liggja í rúminu þangað til mig langaði það ekki lengur (ég ligg ekki af óþarfa í rúminu svo ég fór framúr 8:30 eða þegar einhver annar var búinn að standa upp með Bínu og fara með henni á klósettið), fékk ég bröns að hætti Eiginmannsins og þar á eftir fórum við í hjólaferð eins og við gerum mjög oft.

Já, förum mjög oft í hjólaferð og sérstaklega hér um hverfið. Í dag var samt pínulítið eins og að við hefðum hjólað inn um hurð sem alla hina daga ársins er lokuð. Svolítið eins og að sogast inní eitthvað ótrúlegt hér í borginni. EFitr að hafa verið þarna erum við handviss um að við ætlum okkur að eignast hús og það á að vera á þessu svæði sem við vorum að hjóla á í dag. Nokkrar myndir þaðan:

2016-07-17 11.19.06

Rauða bjallan mín. Eiginmaðurinn setti hana á fyrir mig, ég elska þegar hann gerir mannastöff fyrir mig.

2016-07-17 11.51.58

Þegar við vorum búin að hjóla dágóðan spöl í áttina lengra út á Amager, í áttina að flugvellinum duttum við inná hálfgerðan sveitaveg. Þar rákumst við á þetta heimatilbúna hjólaborð sem á var grænmeti, ber og blóm til sölu. Borgar bara í baukinn á borðinu.

2016-07-17 11.58.09

Lengra fórum við, ég veit ekki einusinni hvar þetta er almennilega, var svo upptekin af því að stara á alla fegurðina á leiðini. Allt fullt af húsum með risastóra garða og ! hesta, kindur, hænur og ég veit ekki hvað annað. Sveit í borg. Borg í sveit. Sveit í borg.

2016-07-17 11.59.18

Við hjóluðum af Eiginmannsins einskæru forvitni inn marga botnlanga eins og þennan.

2016-07-17 12.01.03

Oft póstað svona myndum, þú veist, þar sem ég er í skógi og vegurinn fer í beygju og það er eins og enginn viti hvað er handan hans. Gæti verið hvað sem er. Svo forvitnilegt.

2016-07-17 12.05.54

Plægðir akrar og nóg pláss til ræktunar.

2016-07-17 12.06.01

Hús og bæjir með tól og tæki. Eiginmaðurinn var næstum því fluttur þarna inn bara á punktinum.

2016-07-17 12.17.01

Þetta, ég veit ekki hvað á að kalla það, hverfi, eða svæði, var með helling af hestum. Sennilega mikið um hestafólk þarna. Okkur finnst ekkert mál að gerast hestamanneskjur, þú veist, þegar við flytjum þangað.

2016-07-17 12.23.24

Eru fleiri að missa sig hvað þetta er flottur vagn?

2016-07-17 12.40.37

Eða þessi!!

2016-07-17 12.40.40

Víðáttan æðisleg. Og þetta er í 20 mínútna hjólafæri frá okkur í suð,norð,vest-austur. Ég er mest hrædd um að þetta hafi verið draumur og ég eigi aldrei eftir að komast aftur þangað.

Við erum þá núna með solid framtíðar markmið. Og til hamingju með afmælið ég. Ég segi þetta alltof sjaldan.

Restina af deginum notuðum við í að vera afslöppuð. Er að hugsa um að gera það að vikulegri æfingu að vera afslöppuð og þannig.