About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Afmælisveisla númer 36

Goss…frá svo mörgu að segja orðið þar sem það er svona langt síðan ég rithöfundaðist að ég veit varla hvar á að byrja eða hvort ég á að ákveða að hafa þetta einn svakalega langan póst eða geyma til góða og hafa margar styttri sögur af (ó) förum mínum og okkar hér í borg kaupmannsins.

Auðvitað

2017-01-17T13:55:44+01:0029. október 2009|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

Allir vinirnir á móti

Ég hef oft farið útí hina samkynhneigðu nágranna mína sem aldrei draga fyrir hjá sér.. .ekki frekar en ósamkynhneigða parið sem heldur ekki dregur fyrir  hjá sér og sveiflar líkamanum í gluggunum hjá sér svo ekki verður annað hægt en að missa útúr sér já eða oní sig matinn…. hér á síðunni.

Hinir elskulegu vinir hinum

2015-05-19T12:46:04+02:0014. október 2009|Categories: Lífið og tilveran|4 Comments

Undanfarið

Ekki hefur ekkert á dagana drifið undanfarið. Nú hefur sú ákvörðun Félagsbúsins um að færa út kvíarnar og vera með tvær starfsstöðvar verið tekin og framkvæmd. Er það þá þannig að ég Bústýran hin frábæra er yfirmaður enn á sama stað en Bóndinn hefur hafið störf sem yfirmaður (samt aðeins undir mér ennþá auðvitað) á

2017-01-17T13:55:44+01:0013. október 2009|Categories: Lífið og tilveran|6 Comments

Sama sagan

Það er alltaf sama sagan. Ég breytist ekki neitt. Í þessum töluðu orðum sit ég og blogga þó ég hafi eiginlega ekkert að segja merkilegt og er með kvíðahnút í kroppnum því ég þarf að gera svo mikið og kem mér ekki að verki. En pirrandi.

DSC_0006

2017-01-17T13:55:44+01:002. október 2009|Categories: Lífið og tilveran|4 Comments

Sólríkir sumardagar?

Nei, það er ekki sumar samkvæmt dagatali en það ku vera 20. september í dag. Ekki veit ég nákvæmlega afhverju mér finnst þetta svona kunnugleg dagsetning… á einhver afmæli? Hvað gerðist?

Það er allt komið á blússandi svíng hjá Félagsbúsmeðlimum öllum sem 6. Eiginmennirnir vinna eins og þeir eigi lífið að leysa og hafa meira að

2017-01-17T13:55:44+01:0020. september 2009|Categories: Lífið og tilveran|7 Comments

Ekki Réttir

Auðvitað væri ég mikið meira til í að vera á Íslandi að dóta í rolluskjátunum og verða findbull á réttaballi.

Það er bara ekki þannig og þessvegna hef ég ákveðið að setja inn lýsingu á hinu nýja Christiania hjóli sem ég keypti um daginn.

3166979142_ec1aa29234

Þetta er Christianiu

2017-01-17T13:55:44+01:0012. september 2009|Categories: Lífið og tilveran|3 Comments

Blúndufar

Nokkrar vel sveittar hjólaferðir hafa átt sér stað hér undanfarna daga. Reyndar erum við hin það sem kallað er fullorðin yfirleitt alltaf sveitt. Að minnstakosti strákarnir. Þeir eru kófsveittir af eldhússteikingasvita eftir vinnudaginn og svo eiga þeir efitr að hjóla heim í ekkert svo miklum kulda og svooo á eftir að koma sér upp stigana

2015-05-19T12:46:01+02:0010. september 2009|Categories: Lífið og tilveran|3 Comments

06:00-00:00

Það stendur í bekknum hjá krökkunum að lúsin sé allstaðar..já, nú er ekkert verið að segja „vinasamlega meðhöndlið börnin“ -þetta er bara yfirlýsing um að það séu bókstaflega allir með lús. Skemmtó?? Já getur alveg verið það, þið vitið, ef maður velur að halda það. Það sem við gerðum hinsvegar var náttúrulega að kíkja í

2017-01-17T13:55:44+01:005. september 2009|Categories: Lífið og tilveran|4 Comments

Stutt fýlukast

Það liggur við að það sé vandræðalegt hvað þetta fýlukast var stutt. Geð mitt sveiflast hinsvegar eins og íslensk veðrátta svo þetta er kannski ekkert það undarlegt. En gott ég þurfti ekki lengri pásu. Sem varð til að ég hrökk úr fýlunni var að ég hitti óvænt kæra frænku (Hlíf)  mína á Strætinu, en hún

2017-01-17T13:55:44+01:0031. ágúst 2009|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

Munaði litlu

Það munaði sáralitlu að ég hefði haldið úti bloggi annanhvern dag, en það er það næstbesta við markmiðið að setja eitthvað á hverjum degi.

Ég get ómögulega farið að pósta einhverjar fýlu sögur og er því, aftur (soooorrry), pínu pása.

Love to you :)

2017-01-17T13:55:44+01:0031. ágúst 2009|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Kristín í karlaveröld

Ég er ekki viss um að mér finnist það sanngjarnt að ég sitji hér uppi með heimilis(á)stand uppá 4 stráka og bara tvær stelpur. Ekki svo að skilja að mér finnist við stelpurnar eitthvað eiga erfitt uppdráttar, eiginlega þvert á móti. Við erum báðar þannig að við jöfnumst á við fleiri kvenmenn en við lítum

2015-05-19T12:46:00+02:0025. ágúst 2009|Categories: Lífið og tilveran|7 Comments

Kaupa mér gítarleikara

DSC_0023 Páfagaukar á þessu heimili njóta góðs af veru lítilla drengja með gröfu.

Hehe.. af einhverjum ástæðum þá byrjaði ég að skrifa þennan póst á ensku.. Hér hefur helgin liðið. Frábært veður og er enn hér á hádegi sunnudags. Í þessum töluðu orðum liggur Frumburðurinn í

2017-01-17T13:55:44+01:0023. ágúst 2009|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Þrjú börn og tveir eiginmenn

Ég held ég hafi fengið nýja köllun í lífinu, eða kannski er þetta bara í fyrsta skiptið sem ég hef heyrt eitthvað.. Ég held ég vilji gerast rithöfundur. Blogg rithöfundur, hehe. Er það nú ekki fyndið. Ég var að hugsa um að gefa út þetta blogg í formi útprentaðrar (erðanú ending á orði) bókur (hva..)

2017-01-17T13:55:44+01:0020. ágúst 2009|Categories: Lífið og tilveran|6 Comments

Litli þýðandinn

Það hlaut eiginlega að koma að því að sá minnsti færi að þýða á milli tungumála. Það eiginlega er óhjákvæmilegt. Og svo taldi hann upp á leiðinni heim úr leikskólanum í gær „hvað er hund“ og ég svarðaði samviskusamlega, DEh Eah en húnn (det er en hund)…“neiiiii“ gólaði barnið og sagði að húnn (hund) væri

2017-01-17T13:55:44+01:0018. ágúst 2009|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

Ágúst

082

Þetta er Ágúst. Hann er nýjastur í fjölskyldunni. Hann er einn sá flottasti í bænum. Hann er glænýr á myndinni, bara nokkra tíma eða mínútna gamall. Veiti hér með umheiminum þakklætisvott fyrir internetið, annars hefði ég ekki getað séð hann svona snögglega..já eða þið. Hann

2017-01-17T13:55:45+01:0012. ágúst 2009|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment
Go to Top