DSC_0023

Páfagaukar á þessu heimili njóta góðs af veru lítilla drengja með gröfu.

Hehe.. af einhverjum ástæðum þá byrjaði ég að skrifa þennan póst á ensku.. Hér hefur helgin liðið. Frábært veður og er enn hér á hádegi sunnudags. Í þessum töluðu orðum liggur Frumburðurinn í sófanum og leikur með eitthvað skrímsli sem hann fékk með pósti í gær. Eldeyjan er með gjörning inní herbergi og Örverpið er að humma eitthvað óskiljanlegt lag í stíl við leik stóra bróður. Annar Eiginmaðurinn er í sturtunni (nei, mér var ekki boðið með, illa móðguð bara) og hinn er að hala inn fé handa þessari stórkostlega undarlega samansettu fjölskyldu.

DSC_0028

Nú, ég sótti hinn á völlinn á föstudaginn. Við börðumst alveg um hver ætti að sækja hann og ég vann..múúúhahaha. Og eftir það dró ég hann með mér að sækja liðið í skólana og það var jú ekki lítið verkefni fyrir ferðalang frá Íslandi því börnin fóru í rjúkandi fýlu hvert á fætur öðru og hélt ég að ég ætlaði aldrei að komast heim aftur.

Ég var með eindæmum þreytt eftir fimtudaginn. Ég vill helst ekki viðurkenna að ég hafi orðið þreytt en þegar ég nú, á sunnudegi hef fengið krafta mína til baka sé ég að ég hef ofgert mér á líkama, sál og sinni. Að vakna um 6 (vaknaði í alvöru ekki fyrr en korter í sjö) dúndra fjölskyldunni út, púla svo í ræktinni eins og enginn sé morgundagurinn, djöbblast svo á heimilinu og fara svo að vinna klukkan 22 er bara of mikið…. ég var bara alveg búin á því í alveg tvo daga. En líklega ekki eins búin á því eins og  sá er gistir sófann minn seinnipartinn á komudegi.

Hér í gær var svo grillað, reyndar án eiginmannanna tveggja og það var frábært.. ekki að það hafi verið svona frábært að þeir ekki voru þar, enda er ég afar hrifin af þeim, heldur að grilla var frábært. Og svo var tekinn hér fram gítarinn minn (ekki ég samt) og spiluð tónlist.. já og líka á píanóið. Ég er alveg ótrúlega hrifin af svoleiðis svo ég er búin að ákveða að kaupa mér manneskju sem sér um að spila á gítarinn hér hægri vinstri. Eða ég læt bara Kjartan gera það, held ekki ég þurfi að borga honum neitt fyrir.

DSC_0032

Af svölunum mínum sem snúa inní garðinn

Ég elska Kaupmannahöfn. Hér er bara svo gott að vera. Hér er fallegt og gott veður.  Reyndar held ég að það geti verið allstaðar gott að vera bara ef maður ákveður að það sé svoleiðis.