Sindri og Sunneva á Auðunarstöðum

Sindri og Sunneva á Auðunarstöðum

Afleggjararnir voru á Íslandi í sumar eins og vitað er. Ég rændi myndum af Facebook hjá mÖmmu Lóu. Sunneva og Sindri voru fyrstu tvær vikurnar um það bil fyrir norðan í góðu yfirlæti. Á meðan var Gummi hjá hinum foreldrum sínum, líka í góðu yfirlæti, en bara á Fáskrúðsfirði. Þar gerði hann ýmislegt, hef reyndar ekki heyrt mímargar sögur af því en að minnsta kosti fór hann með mömmu Dagný í Helgustaðanámu (að ég held það heiti) og tíndi mikið grjót. Grjótið ku vera á leiðinni til okkar með pósti.

Nú, yngra pakkið var sem sagt fyrir norðan á Hvammstanga og heimsótti Auðunarstaði.

Sunneva hin fagra

Sunneva hin fagra

Þau voru í afslöppun og einungis eðlilegt að kvenkyns afleggjarinn, ef við höfum í huga hvert hennar sanna eðli er, hafi setið í ruggustól og lesið prjónablað…

6089_1123200613314_1626086486_322471_2167400_n

Það er eitthvað bæði kunnuglegt við þessa mynd og fallegt. Fyrst kannski að ég kunni muna eftir sjálfri mér í þessum sporum, ekki í sömu sveit auðvitað því þá væri ég systir Bóndans og það hefði aldrei gengið upp.. Ég var auðvitað í minni sveit í Ölfusinu..gott ef ég á ekki mynd af mínum bæ hér einhverstaðar…

Breiðabólsstaður 2009

Breiðabólsstaður 2009

Jú einmitt, hér er mynd sem ég tók í vetur þegar ég þeysti til og um Ísland. Bærinn er að vísu í minningunni gulur með rauðu þaki..kann það ekki að vera rétt? Og ég var búin að þvaðra um hvað mér fannst skógurinn fyrir ofan bæinn æðislegur og frábær, hefði búið þar ef ég hefði mátt ráða í heiminum.

Að Sunnevu og hestunum aftur. Eitthvað við þessa mynd er bara svo mjög eðlilegt

6089_1123207373483_1626086486_322545_768410_n

Þeir eltu hana

Og hún elskaði þá og þeir hana. Sindri mættur þarna líka en situr sem fastast uppá þessu tæki, langar að segja traktor en vill ekki líta út fyrir að vera sveitahálfviti, það er verra en þegar ég veit ekkert um kvikmyndir eða tölvuleiki,  ég sé bara ekki hvaða græja þetta er.

Ég veit hinsvegar að þetta er bíll

Ég veit hinsvegar að þetta er bíll

Mér finnst þessi mynd alveg piss fyndin. Mér finnst þetta líka vera rooosaleg Sunneva, hehe, alltaf pínu á stærra farti en hún ræður við.

6009_1135763167370_1626086486_362385_265704_n

Aron og Sindri

Og svo mætti Gummi á svæðið. Hann mætti reyndar á svæðið í Reykjavík þegar þau voru hjá mÖmmu R, eða reyndar er það rugl  því hann mætti á svæðið þegar þau voru hjá afa Gumma. En svo fór hann norður og ég er ekki frá því að þeir bræður séu bara þónokkuð líkir. Sætir báðir.

Sindri

Sindri

Sindri að slaka á í ömmu bæ að horfa á kellingar í sjónvarpinu.

Tölvugúrú

Tölvugúrú

Það var ekki alla daga gott veður og þá var jú gott að fá að vera í tölvunni..mjög áhugasamt fólk..hvað ætli hafi eiginlega verið að gerast.

Mysingur

Mysingur

Ef það er ekki þetta sem maður gerir á Íslandi þá veit ég ekki hvað. Mysings ítroðsla er eitt það besta að mínu og barnanna mati. Bóndi er ekki sammála því, ekki skil ég afhverju þar sem ég hef öruggar heimildir fyrir því að hann hafi verið látinn halda að þetta væri karamella í dollu..til að smyrja á brauð, hver vill það ekki spyr ég nú bara??

Ég er hinsvegar á leiðinin í ræktina í þessum töluðu skrifum. Ég er ótrúlega dugleg maður, þriðji dagurinn í röð..ÖSSS