Auðvitað væri ég mikið meira til í að vera á Íslandi að dóta í rolluskjátunum og verða findbull á réttaballi.

Það er bara ekki þannig og þessvegna hef ég ákveðið að setja inn lýsingu á hinu nýja Christiania hjóli sem ég keypti um daginn.

3166979142_ec1aa29234

Þetta er Christianiu hjól með tveimur sætum hippastelpum í. Hvorug þeirra er ég þó ég sé líka alger hippi. Það sem ég er að undra mig á afhverju stóra hippastelpan lætur þessa litlu keyra..

Hjólið mitt er svona, nema það er ekki svart body-ið. Það er gylt. Það er gylt því hjólið er frekar gamalt. Það er ekki nýja týpan sem er létt heldur er það gaaaamalt og þungt.

Það er svalt sko.

picture.aspx

Og þetta er alls ekki ég heldur. Gæti haldið að þetta væri tekið á bryggjunni í Dragör, en er ekki viss. Konan er dagmamma, það sá ég á síðunni hennar, þaðan sem ég miskunarlaust rændi þessari mynd. Ég er ekki viss um að mér finnist kúl að hafa bæði fullan kassa af börnum og líka stól aftan á..úff..

En hjólinu fylgdi lás, svona stór..reyndar eins og sá sem var klipptur í eitt skiptið hjá okkur.. en svo er bekkur í hjólinu og belti. Og svo er svona yfirbreiðsla uppá gamla mátann.

IMG_1667

Svona “húsið á sléttunni” yfirbreiðsla. Hún er svört, reyndar fylgdi önnur með og hún er bæði blá og gul..svo hjólið er töluvert gamalt. Það fylgdi því einnig það sem daninn vill kalla hjólabílskúr, en það er þá regnþétt yfirbreiðsla sem nær yfir allt hjólið. Ég set það alltaf yfir allt hjólið. Fjórða Christiania hjólinu verður ekki stolið af mér og rogast ég alltaf með annarra manna hjól í hjólageymslunum til að rýma pláss fyrir hinu konunglega Christianiu hjóli.

Nóg um það, hjólið er frábært og ég stoltur eigandi þess.

Svosum ekki margt merkilegt að gera þessa helgina sko. Ég fékk mér að vísu mega stórt tattú í gær, sem nær frá úlnlið og upp að öxl.

Í dag var frekar súr dagur og þegar það er svoleiðis þá lætur maður undan að börn éti sykur oná smjör klístrað brauðið í kvöldmat. Það var nú aðallega því ég var of niðursokkin í eigins hugsanir að ég sagði já við því sem ég ekki heyrði hvað var.

DSC_0010

Og þarna eru þau öll fallegu augun. Að spila tölvuspil uppí rúmi hjá Gvenda. Þau eru bæði dásamleg og óþolandi blessuð börnin. Dásamleg þegar þau segjast elska mig og þegar ég sé hvað þau þroskast. Óþolandi þegar þau hafa tekið uppá leik inná baði og nú er varalitur fastur í vaskborðinu, snyrtidót mitt í henglum og spegillinn útataður í maskara..já og hráka…og kámugum fingarförum..og tannkremsslettu.. og..