082

Þetta er Ágúst. Hann er nýjastur í fjölskyldunni. Hann er einn sá flottasti í bænum. Hann er glænýr á myndinni, bara nokkra tíma eða mínútna gamall. Veiti hér með umheiminum þakklætisvott fyrir internetið, annars hefði ég ekki getað séð hann svona snögglega..já eða þið. Hann á svo flotta mömmu að hún gerði sér lítið fyrir og lét renna sér vatn í laug í stofunni heima hjá þeim og hafði það fyrir heitapott á meðan ferðalagið átti sér stað. Hún hefði alveg eins getað sent ljósmóðurina, sem ég efast ekki um að hafi fundist hún vera hálfpartinn fyrir bara, heim því hún (B) tók bara á móti Ágústi sjálf. Já, það er ekki að spyrja að því. Gerist varla eðlilegra. Ég sjálf er voðalega hrifin af nýja frændgerpinu.

Og að öðrum frændgerpum sem hafa fengið nafn.

tinna

Tinna fékk loksins nafn. Hún hefur sterkar skoðanir heyrist mér af Drisghhgaðe (eða hvernig í óóósköpunum sem þetta er sagt..já eða skrifað). Krummi var einmitt hér hjá okkur áðan í heimsókn. Þeir eru orðnir svo stórir eitthvað strákarnir að þeir löbbuðu sjálfir heim. Eða eins og það getur verið, auðvitað var ég þarna á hverju horni að fylgjast með, en þeir rötuðu alveg og voru aldrei í vafa og redduðu sér.

Nú, þetta er ekki það eina sem á dagana hefur drifið auðvitað.

DSC_0077

Pakkið allt saman kom heim á endanum auðvitað eftir sumarfríið á Íslandi. Við smelltum okkur með Dollý og Jafnari og hinum víðfræga Stefáni frá Deildartungu í grill niðri við Amager Strönd. Við erum þrjóskasta fólkið í Kaupmannahöfn og þetta var ekki í frysta skiptið sem við, næstum sami hópur, reyndi að grilla  saman í sumar. Í bæði skiptin byrjaði að rigna um leið og eldur og brennisteinn hafði verið borinn að kolunum. Við létum okkur ekki segjast og héldum okkar striki.

DSC_0081

Bóndinn og ..já Bóbóndi (Stefán Jónsson einn af 5 úr Deildartungu) særðu fram hita í kolin. Bóbóndi með handsali við kolin og Bóndi með hugarorkunni, enda er sú orka eldheit að vanda.

DSC_0082

Sindri sat og vaktaði borðið. Hann kom svo síðhærður heim að ég átti ekki orð..fyrir utan að hann hafði stækkað svo um munaði. Hann er eiginlega næstum hættur að vera lítið barn.(óóó mig auma).

DSC_0083

Og hinir ormarnir dótuðu sér í leiksvæði sem þarna var.

DSC_0090

Og þarna er Jafnar í nýja jakkanum sínum sem er annnnsi hrein kúl að mér finnst. Og Dollý þarna líka en hún hafði yfir umsjón með grillgerningnum, þó þeir með typpi reyndu að bera sig eins og þeir hefðu eitthvað um það að segja.

DSC_0091

Það var frisbí. Seinna, þegar við fórum á ströndina með þennan fagurbleika frisbídisk þeirra Dollýar og Jafnars var disknum brútallí rænt og komið fyrir í kassa við bókasafnsbílinn þar niður frá þar sem fullt af dóti var til sölu…það var pínu undarlegt og ákváðu D og J að tvíkaupa ekki diskinn.

DSC_0101

Ég elska þau.

Og það er búið að vera misjafnt veður, bæði fyrir utan gluggana á íbúðinni minni og fyrir innan gluggana á hausnum á mér. Við og þau sem gista hjónarúmið og þeir sem stundum gista rothornið á Elbagade fórum á ströndina tvo daga í röð í síðustu viku í alveg brakandi hita. Ég varð svo brún að brúnkan fór að detta af… satt. OG ég fór í sjóinn. Það er ég ekki vön að gera. Ég fór alveg uppfyrir höfuð og synti og allt. Það var FRÁBÆRT. Ég vona að það verði tækifæri til að gera þetta aftur og aftur áður en það kemur haust.

Það er líka búið að rigna slatta. Nú síðast í dag rigndi okkur næstum niður á leiðinni niðrí bæ, kannski er ég aðeins að ýkja núna, en það var amk rigning. Og þegar maður er með stórt heimili eins og ég held að mitt heimili teljist þá neyðist maður til að redda sér og detta ýmislegt í hug til að hlutirnir gangi upp.

DSC_0110

Þvotturinn skal þurrkast.

DSC_0112

Matur skal eldaður

DSC_0071

Pabbi skal knúsaður.

DSC_0121

Og börnin skulu böðuð.

Ég held það séu dásamlegir tímar framundan þar sem allt er fullkomið og frábært (FF).