Það stendur í bekknum hjá krökkunum að lúsin sé allstaðar..já, nú er ekkert verið að segja “vinasamlega meðhöndlið börnin” -þetta er bara yfirlýsing um að það séu bókstaflega allir með lús. Skemmtó?? Já getur alveg verið það, þið vitið, ef maður velur að halda það. Það sem við gerðum hinsvegar var náttúrulega að kíkja í hár allra erfingja krúnunnar og kom í ljós að hver einn og einasti var með nokkur sjáanleg nit. Búúúúúúú. Ég er nú orðin svo vön lúsinni að ég kippi mér ekki vitund upp við þetta. Ég brunaði samt útí apótek og keypti vænan skammt af lúsameðali enda erum við 6 í heimili og öll með hár þó svo að Bóndinn sé með frekar mikið hárlos þessa dagana þá held ég ekki að hann sé að fá skalla ennþá.

Allir Félagsbúsmeðlimir fengu því vænan skammt af olíu sem ku kæfa eymingja skriðdýrin. Svínvirkar.

Það er útaf þessu sem ég var að þrífa frá klukkan 06:00 á fimmtudaginn til klukkan 00:00 sama dag. Ég byrjaði á því að rífa mig á lappir og börnin svo hægt væri að þvo óbjóðinn úr hári þeirra, maður á sko að sofa með það í.. sem útsýrir að ég setti náttúrulega sængurföt af 6 í þvott og allar sængur og kodda líka…bara svona til öryggis, held ekki að það þurfi beinlínis í hvert skipti en lús hefur boðið sig einum of oft velkomna á mitt heimili.  Og ákveðið var að taka þá heimilið í gegn í vörn gegn skriðdýrum. Ég hélt áfram auðvitað þegar ég var búin að skvera af krakkana og koma þeim  héðan út. Ég þvoði 9 þvottavélar og þurrkarinn var í gangi allan daginn fram á kvöld. Og ég græjaði í mínu herbergi..og ég græjaði í krakkaherberginu..

Ég held að fletir ofan á húsgögnum, svosem eins og píanóinu (ó, svo fagra), bókahillunni og kommóðum heimilisins hafi svona segulsvið sem dregur að sér annað dót..ég græjaði að minnstakosti burtu allt “ofaná” draslið. Og ég græjaði undir öllu líka. Þar fann ég meðal annars svo gamalt bananastykki að bananinn var svartur og þurr..eiginlega bara eins og þumalputti sem hefur verið sólþurrkaður.

Ég fann líka þónokkuð magn af peningum, það er vel.

Og þá er ég komin að skrifborðinu mínu. Ég tók öll kortin sem voru uppá vegg niður og græjaði borðið hreint. Mig hefur lengi langað í nýjan skrifborðsstól og því tók ég til þess ráðs að saga undan skrifborðinu. Kann að hljóma furðulega en ég er alltaf að drepast í hendinni og kann að hjálpa til hvað ég sit lágt við hátt borð. Það er bara eitt að gera og það gerði ég.

Ég reif fram sög og málband. Ég skyldi stytta borðið um nákvæmlega 6 cm. NÁKVÆMLEGA.

Og ég mældi og merkti. Og ég sagaði og svitnaði. Þetta hófst allt saman og taldi ég mig vera nokkuð glúrna að hafa bara látið vaða og allt… hefði svosem getað reynt að setja fullvaxtatyppin í þetta en maður lifandi hvað ég hef orðið að bíða lengi, það auðvita því þeir eru óskaplega uppteknir við vinnu og drekka kaffi að það er ekki tími til að gera nokkuð annað. Ég ætti kannski að gera lista yfir hvað ég hef beðið Bónda að gera og hef ekki fengið gert ennþá. Og svo myndi ég nú ljósrita listann og hengja hann upp allstaðar. Á baðspeglinum, troða eintaki í skóna hans (báða), í veskið hans, senda honum listann í tölvupósti, pósta hann á veggin hans á Facebook (já, þá sæuða allir), líma inná skápinn þar sem allt nikótín tyggjóið er geymt og að lokum taka uppá band og spila alla nóttina yfir honum.

-Eða bara gera það allt sjálf…það skaðar ekki.

Það kannski skaðar ekki en ég get alveg sagt þér það, í trúnaði bara, að gardínurnar á þessu heimili eru ekki fagmannlega uppsettar, satt að segja hanga þær allar lausar, stangirnar þá.

Og skrifborðið er heldur ekki fagmannlega sagað, en mér líður samt betur í hendinni.

skrifbord

En ég kann vel að redda mér og setti því bara svona púða undir stutta fótinn.

Þetta var bara um klukkan 15 eða svo, alveg nógu margir tímar eftir til miðnættis má segja. Þess má geta að Bóndinn var svo elskulegur að vaska upp og svona en svo urðu þeir félagar skyndilega uppteknir og þustu út, þó það væri rigning. Ég hélt því áfram ein og var ennþá í náttfötunum.. með maskarann frá í gær og ekki í neinnni brók og engum haldara, brækurnar með brún hné af því ég á ekki ennþá skúringastöng og má því liggja á gólfunum við þá iðju, svitinn farinn að leka við hamaganginn… já, ég var æsandi.

Ég græjaði stofuna og herbergið hans Kjáa, talandi um að búa á hótel mömmu. Og þegar loksins við átum kveldmat, sem ég blessunarlega þurfti ekki að elda þá var líka tími til kominn tími til að fara í vinnuna..og þar var ég, til klukkan miðnætti að þrífa.

Annars er ég einmana, það greri við mig manneskja í vor sem heitir Dollý og nú er hún í Íslensku Bláberjaátskeppninni á Íslandi sem haldin er um þessar mundir.  Ég þarf ekkert að fara oní að Dísu Kræst er sárt saknað líka, hverjum á ég líka að bjarga frá drukknun í risastórum pollum núna..?