Það hlaut eiginlega að koma að því að sá minnsti færi að þýða á milli tungumála. Það eiginlega er óhjákvæmilegt. Og svo taldi hann upp á leiðinni heim úr leikskólanum í gær “hvað er hund” og ég svarðaði samviskusamlega, DEh Eah en húnn (det er en hund)…”neiiiii” gólaði barnið og sagði að húnn (hund) væri hundur. Það var náttúrulega rétt hjá okkur báðum.. ég verða að viðurkenna að það er erfiðara að heyra og skilja tvítyngd börn úr aftursætinu á hjóli í smá golu heldur en einum af þremur gargandi í aftursætinu á bifreið í annasamri (svo vægt sé til orða tekið) umferðinni í Reykjavík.

Og svo kom, amma Grrragna er mormor. Það var nú voða sætt. Hann var alveg að velta fyrir sér hver væri mormor og hver væri farmor og farfar og morfar, ég taldi það auðvitað allt upp fyrir honum, hann greip í bili bara  mÖmmu R og það er bara piss fyndið að heyra hann segja amma Gggrrragna með vægast sagt sjálenskum dönskum hreim.

DSC_0012

Drengir ræða við ömmu Ggggrrrrögnu. Örverpið með myndabrosið upp sett og Frumburðurinn í únglingastellingunni að kjafta við ömmu.

DSC_0014

Og hin tannlausa læddist, eða ég er reyndar viss um að hún spýtti út köngulóarklístrinu og klifraði upp ískápinn á höndum og fótum.. og náði í lyfjakassann hættulega. Hún hafði hóstað alveg sjö sinnum og kvartaði sáran yfir hálssærindum yfir því að hafa gargað svona oft á Emilie vinkonu sína í skólanum. Ég samþykkti að hún mætti fá hálstöflu eftir tannburstun og hefur nú verið slegið nýtt met hér á heimilinu í hversu fljótt hægt er að hátta sig og bursta. Ég heyrði ekkert af fyrrnefndu offsa hálssæri meira.