Goss…frá svo mörgu að segja orðið þar sem það er svona langt síðan ég rithöfundaðist að ég veit varla hvar á að byrja eða hvort ég á að ákveða að hafa þetta einn svakalega langan póst eða geyma til góða og hafa margar styttri sögur af (ó) förum mínum og okkar hér í borg kaupmannsins.

Auðvitað er ekkert hægt að tala um lengur að þetta sé borg kaupmannsins, ekki fyrir elskulega Íslendinga amk..ekki frekar en að Reykjavík sé vík reyksins, það er örugglega löngu hætt að hitta allt upp með kamínu í Reykjavík..eða kolum. Það er hinsvegar gert hér svoldið og er það spes lykt sem ég hef lært að kunna að meta. Stundum kemur þó upp í mér öfundin því auðvitað langar mig líka í hús (já einbýlis) sem hitað er upp með kamínu, jiiiii hvað það væri huggulegt, ég fyrir framan eldinn í teppinu einu saman að lesa góða bók eða eitthvað annað álíka skemmtilegt.

Það er ekki svoleiðis svo það er óþarfi að eyða tíma í að láta sig dreyma um það. Hér hef ég funhita á ofnunum mínum og það er bara ágætt líka.

Byrja amk á því að segja frá því að við héldum uppá afmælið hennar Sunnevu, aftur og í þetta skiptið buðum við bekknum hennar eins og hann lagði sig. Eins og er með Sunnevu þá hefur hún oftar verið kennd við að haga sér sem stríðinn strákur en ljúf stelpa og á einu skólaviðtalinu var okkur tjáð að hún hefði talið upp helming stelpnanna í bekknum og sagt að henni þættu þær leiðinlegar. Þar sem það er reglan að bjóða annaðhvort öllum strákum eða öllum stelpum eða öllum bekknum þá fannst okkur ekki annað hægt en að bjóða öllum bekknum. Held ekki að mér þætti í lagi að bjóða bara strákunum eða bara stelpunum…þannig við buðum bara öllum. Kom á daginn að það voru fleiri strákar sem komu en stelpur, næstum allir komu samt og var mikið fjör í koti.

Auðvitað  vorum við ekki með 17 börn í mínu koti heldur leigðum bæði  Þórdísi og Thorshave sem er frítíðsheimili. Fyrir Thorshave borgum við 150krónur en Þórdísi borgum við í blíðu.

DSC_0002

Og hún opnaði alla afmælispakkana sem voru mjög flottir

DSC_0007

Bóndi raðaði á langborðið. Kökuglásin sem ég töfraði í er þarna við endann.

DSC_0012

Hún var í S-inu sínu hin frakka og frábæra Sunneva Eldey. Á myndinni eru með henni bekkjarfélagarnir. Sumir þeirra voru háværari en aðrir.

DSC_0024

Sunneva og Emilie. Þær eru grallarar af guðsnáð. Ég er að hugsa um að reyna að taka svipaða mynd af þeim á hverju ári og sjá að svipurinn á þeim á ekki eftir að breytast fyrir fimmaura.

Í síðustu viku voru hér líka menn í heimsókn. Ekki í mínu bóli enda er ég of heit til að hafa menn undir minni sæng. Þeir gerðu sig heimakomna á Sambýlinu, hinu nýja útibúi Félagsbúsins. Það voru Hannes og Halldór eða Jói og Dóri, já eða Dóra eins og Sindri vildi meina að hann héti.

Bræðurnir voru teknir í myndatöku:

DSC_0031

Þeir eru mjöööög elskulegir bræður og rómantískir.

DSC_0043

Þeir eru líka algerir töffarar og óþolandi frábærir.

Númm.. sjálf hef ég tekið róttækar ákvarðanir mínu lífi. Ég hef eyðilagt prófíl minn á Facebook. Ég neita að eyða dýrmætum tíma mínum í að stara á Facebook. Ég byrja kannski aftur þar þegar verkefni mínu er lokið, ég hef eytt sáralitlum tíma í það en mun meiri tíma á Facebook, það er rííídonnnNNkjúless.

Ég er líka að koma heim, flýg á morgun. Þarf að koma mér frá Kef til Hvt. Og útaf því hversu afslöppuð manneskja ég er orðin þá er ég hvorki búin að redda mér fari frá kef eitthvað né norður… já, þetta fer alveg að gerast, annars neyðist ég til að gista flugvöllinn.