Ekki hefur ekkert á dagana drifið undanfarið. Nú hefur sú ákvörðun Félagsbúsins um að færa út kvíarnar og vera með tvær starfsstöðvar verið tekin og framkvæmd. Er það þá þannig að ég Bústýran hin frábæra er yfirmaður enn á sama stað en Bóndinn hefur hafið störf sem yfirmaður (samt aðeins undir mér ennþá auðvitað) á starfsstöð númer tvö. Starfsstöð tvö er ekki langt héðan og hefur Bóndinn þegar ráðið heimilisstarfskraft enda ekki vit í öðru þegar fyrirtækið er orðið svona stórt og óviðráðanlegt. Starfsmaðurinn er vanur barnamaður og hlakka ég til þess að fara út að skemmta mér með útungunarvél hans og sitja með henni og hlægja hástöfum yfir því að á starfsstöð tvö séu hvorki meira né minna en 6 börn að ærslast og hafa hávaða. Sjálf þarf ég enga starfsmenn enda er ég hörkutól og ræð við þetta sjálf og ein.

Hitt Fíflið átti afmæli um daginn og varð 7 ára. Hún er enn tannlaus í miðið ofan en það fer henni bara vel. Þá átti hússtýran á Völlum, Hafnarfirði  afmæli og nokkrum dögum eftir það átti Yfir Pabbi, einnig á Völlum en vestri, afmæli. Já október er afmælismánuður mikill. Vilji fólk skoða frekar um afmælisbörnin þá bloggaði ég sérlega persónulegu bloggi um þau öll á þessum dagsetningum, 5.okt, 7.okt, 10.okt eða þar um kring í fyrra og eða hitteðfyrra.

Í tilefni af öllu þessu er hér myndablogg.