DSC_0018

Ég sé bara ekkert að því að eiga tvo eiginmenn. Bara ekkert.

DSC_0019

Og þeir eru báðir alveg eins og eiginmenn eru. Bráðmyndarlegir, gera ekkert á heimlinu og sofa yfir sig alla morgna. NEIIIIII, auðavitað erða ekkert alveg þannig. En morgnarnir eru samt pínu fyndnir. Ég reyni að fara í ræktina uppúr 6  og svo þegar ég kem heim alveg að leka niður úr svita þá er liggur við biðröð í sturtuna. Þeir fara nefnilega báðir og þá ég líka í sturtu á morgnana. Nei við förum ekki í neina samlokusturtuferð. Það væri óviðeigandi á alla mögulega vegu. Við erum siðprútt fólk (fyndið er að prútt er náttúrulega fret á dönsku, svo við erum eiginlega siðprumpuð..s.s ekkert svo dönnuð eftir allt).

DSC_0020

Og það er líka stöð á morgnana, þessvegna er tölvan inná baðherbergi. Þetta er ekki mín tölva, en úr þessari þarna dynur tónlist, verst ég þurfti að mynda mómentið annars hefði ég verið að dansa auðvitað.

DSC_0154

Og ég er líka í stuði, þessi mynd kemur ágústmánuði ekkert við að vísu, því hún er tekin af mér þegar Dísa Kræst var hér stödd. Það er nú bara ekki hægt að vera óhress þegar við erum saman komnar.

Ég sótti börnin í dag og var dregin útí runna en þar höfðu þau fundið brómber og voru alveg blá í framan og á fingrum af berjaáti. Þetta er bara skemmtilegt hér í Kóngsins.. steikjandi hiti þó það sé næstum komið haust og svo er hægt að týna allskyns ávexti og ber núna. JÖÖÖÖmmmmÍ.

Og skólinn minn byrjaði núna á mánudaginn, ætlaði að segja í gær, en áttaði mig þá á að vikan er nú eiginlega bara búin. Lokaverkefni í þessu námi tekur nú við. Jámm, ég kem til með að gera síðu fyrir tónlistamannabókunarogumboðsmannafyrirtæki með einum af mínum fínu bekkjarbræðrum. Verst er að við erum bæði svo sjúklega upptekin að ég veit ekki hvort við komum nokkurntíma til með að gera þetta…

Geta þriðjudagar litið svona út: skóli búinn kl 13:25, tónó kl. 13:00-13:23, billedskole kl. 14:20-16:20, tónó kl. 15:00-15:25 (já ég fæ 2 min meira en börn) og aftur tónó kl 18:00-19:30… spurning um að taka með sér svefnpoka bara.. og hvar ertu Christianiu hjól? Ég bjóst einhvernvegin við að ég yrði búin að særa það til mín fyrir mánaðarmót. Hver veit, held að það sé verið að vinna í þessu fyrir mig:)

Og svo á mAmma Lóa afmæli í dag. Við hér óskum henni auðvitað innilega, innilega, innilega til hamingju:)

Mjáwwwsa