kaÉg skil ekki afhverju ég er ekki búin að segja frá því þegar við Dísa Kræst vorum að hjóla glæsilegar að vanda niður Nørre Voldgade á leið vorri í vinnuna einn daginn þegar hún var hér í heimsókn. Við vorum búnar að vera niðurdregnar allan daginn því enginn karlpeningur hafði virt okkur viðlits, eins furðulegt og það kann að hljóma..ég meina..hefurðu séð okkur?? Það gerast varla fegurri eða meira svalar píkur sem hjóla um þessa borg en einmitt  við tvær. Nú, við settumst í grasbala fagran og báðum um svar við þessum ósköpum sem virtust hafa dunið yfir okkur í Kaupmannahöfn. Ekkert heyrðist… en það þýðir ekki að okkur hafi ekki verið svarað. Á leiðinni eins og fyrr sagði niður Nørre Voldgade, rétt hjá Jónshúsi, var brynvarður lögreglumannabíll og fyrir utan hann um það bil 20 þjónar í öllum herlögregluklæðum. Þeir stóðu allir á hjólastígnum. Fyrst héldum við auðvitað að eitthvað agalegt hefði gerst, við vitum í raun bara ekkert um það hvað gerðist, nema hvað gerðist í okkar lífi sekúndu seinna þegar allur flokkurinn skipti sér í tvennt( svo við kæmumst á glæsireið okkar í gegnum hópinn) og svoleiðis reif sig úr fötunum. Já, lögreglumanna hópurinn sem var uppá klæddur í stríðslögreglumannabúning reif sig úr fötunum bara þarna.. og þeir gerðu það allir í einu. Þetta kallar maður svar í lagi.