Það er alltaf sama sagan. Ég breytist ekki neitt. Í þessum töluðu orðum sit ég og blogga þó ég hafi eiginlega ekkert að segja merkilegt og er með kvíðahnút í kroppnum því ég þarf að gera svo mikið og kem mér ekki að verki. En pirrandi.

DSC_0006

Börnin hef ég skikkað með misgóðum árangri til þess að læra heima. Hvernig á ég að fara að því að láta þau gera það þegar ég er með ofnæmi fyrir því sjálf?

Þau eru bæði læs, hann er læs, hún allt að því læs. Svo sátu þau saman og stautuðu í bókinni. Frekar sætt :)

DSC_0087

Og hér eru stundaðar íþróttir af miklum krafti. Þeir eru að undirbúa þátttöku í hinni Íslensku Kílóakeppni sem fer af stað bráðum. Ég mun auglýsa þá keppni síðar hér á mínu bloggi og á öðrum vefjum sem þúsundir manneskja skoða. Kílóakeppnin er í lausu máli um að missa kíló og annan óhróður úr kroppi.

Ég fór svo og lét klára tattúið mitt í gær. Það er ótrúlega svalt þetta flúr.

flur3

Lítur hálf undarlega út náttúrulega svona bólgið og blóðhlaupið. En verður flott þegar það er gróið :)

Ég ætti nú að fara að gera eitthvað..það er nú bara þannig..