Það liggur við að það sé vandræðalegt hvað þetta fýlukast var stutt. Geð mitt sveiflast hinsvegar eins og íslensk veðrátta svo þetta er kannski ekkert það undarlegt. En gott ég þurfti ekki lengri pásu. Sem varð til að ég hrökk úr fýlunni var að ég hitti óvænt kæra frænku (Hlíf)  mína á Strætinu, en hún var að gúffa í sig ís. Það var æðislegt að hitta hana :)

Og svo verð ég eiginlega að lýsa því í máli og myndum hvað búið er að vera að bralla hér á þessu heimili. Í gær, sunnudag, bauð annar Bóndinn í læri. Hvorki meira né minna en 2 læri þurfti oní æstan og sársvangan múginn því við vorum jú alveg 10.

Eftir matinn vaskaði ég upp eins og góðri húsmóður sæmir og stóð svo við eldavél og skenk og bakaði eplakökur og pönnukökur. Það var alveg eins og við hefðum verið flutt til fortíðar, en það var ekki lengi því æði greip mannskapinn.

DSC_0024

Bóndinn (sá í svarta bolnum) brá á leik með viskustykkin sem ég hafði skikkað hann til að nota til að þurrka hjá mér og þeytti  í rass og læri þeirra sem urðu á vegi hans. Þá tók hinn eiginmaðurinn (hann í rauða) afleggjarana og sneri þeim öfugt og létu þeir höggin dynja á bossunum á þeim…

kjaiogsindri

Enginn undankomu leið var fyrir engann.

DSC_0034

Og svo var safnað í pott. Öllum gestunum og afleggjurum vorum var komið fyrir í stofunni, fyrir aftan herbergið hans Kjáa, sem by the way þarf að banka á svo maður megi koma inn.. og þar má líka reykja að mér skilst (oj)… fangarnir áttu sér engra kosta völ en að..

DSC_0026

.. kjósa að Kjái fengi einn vænan skell á bossann líka.. mér finnst nú eðlilegra að það hefði verið á hann berann – og í mynd.

DSC_0029

Allt að verða vitlaust í höllinni

DSC_0032

Gestunum fannst fíbblagangurinn súper skemmtilegur..

DSC_0035

Og Kjái var að lokum dreginn á eyranu inní herbergi fyrir ólætin.

Og svo róuðust leikar og við sendum alla sem vettlingi gátu valdið og voru yngri en 10 ára út í garð að leika sér. Sumir voru vissir um að þeir ekki einungis gætu valdið vettlingi heldur líka hjóli Bústýrunnar. Það minnir mig á svart reiðhjól mÖmmu R sem eitt sinn hékk við vegginn á Melhaga 17 þar sem ruslatunnurnar voru geymdar og var síðan óvart hirt af ruslabílnum… en reiðhjólið tók ég einusinni og reyndi að hjóla á því. Ég komst alveg frá númer 17 að númer 15 (ss í sama húsi..) og hrundi þá af ..já eða á hjólið, ósælla minninga.

DSC_0048

En Örverpið hikar ekki við að senda mér svipinn, enda í öruggri fjarlægð… 6 hæðum neðar en hin illgjarna Bústýra sem hefði þrifið hann frá með það sama og hreytt einhverju óskiljanlegu fyrir lítinn en bráðum 4ára dreng, útúr sér, hefði hún verið niðri.

DSC_0050

Þeir voru hinsvegar útsendarar einhverra nágranna okkar í næstu byggingu á móti (er haldið).. þeir fóru að minnstakosti mjög leynilega með hvað þeir voru að gera. Talstöðvar og annar leyniútbúnaður var jú í notkun.

DSC_0041

Og ekki má gleyma þeirri yngstu, nú þegar búið er að setja inn myndir af öllum (reyndar nema mér). Ég stóð yfir henni lengi lengi með útglennta linsuna á Nikon og náði að lokum þessari fínu mynd. Hún lét eins og börn láta þegar á að taka brosmynd… s.s brosti ekki, sama hvað við geifluðum okkur. Við vorum nánast farnar hjá hvorri annarri við AB yfir þessum geibbblingum enda hvorugar þekktar fyrir að hjala eða kvaka eða babbla eða gefa frá okkur önnur ónáttúruleg hljóð til að særa út viðbrögð hjá smábörnum. En sæt erún. Ég hélt á henni lengi, lengi og hún var alveg pollróleg.

Ég held uppteknum hætti með að fara í ræktina á mörgum morgnum vikunnar, sirka 4 til 5 sinnum í viku hefur mér tekist að fara núna í tvær vikur. Er ekkert furðulegt að ég hef ekki lést spor..þyngst ef eitthvað er.. ég skil það nú ekki. Það er ekkert þannig að ég fari þarna og lesi bara blöðin, ég er alvöru sveitt og svonahh.

Um einn morguninn var svo andfýld kona við hliðina á mér í einu göngutækinu þarna að ég gat varla andað öðruvísi en að snúa mér undan. Maðurinn við hliðina á mér sem var svo vöðvaður að hann var eins og svona blöðrufiskur..rauður og sveittur hlítur að hafa haldið að ég væri ótrúlega spennt fyrir honum.

Og að lokum ber mér að nefna að Kjái sagði okkur sögu sem hann hafði heyrt einhverstaðar og sagan er af Íslendingi sem er tónlistarmaður að mig minnir og hann spilaði samkvæmt sögunni um allt land um flestar helgar. Maðurinn var giftur og af einhverjum ástæðum fannst honum það sæma eiginkonu sinni að hann dýfði í aðrar píkur á tónleikaferðum sínum um landið. Kom fyrir að hann ekki gat náð sér í neina aðra þá brá hann á það ráð að éta bara smá parmesan til að vera viss um að eiginkonan færi ekki varhluta af því að hann hefði verið að nudda nebbanum við …þið vitið..parmesan. Þessi saga  er álíka greipt í huga mér eins og þegar Jafnar sagði mér af því að hann hefði verið að horfa á eitthvað maraþonhlaup (eða hvaða hlaup það var) þar sem allir mennirnir sem kepptu voru alls berir. Ég held áfram að sjá fyrir mér félagann slengjast niður á hægra hné, þeytast upp í naflahæð og dúndrast svo niður og skella í vinstra læri…hvað verður um punginn í svona áreynslu kæri ég mig ekki um að spá í ..ekki frekar en að reyna að ímynda mér hvað um hann er geymdur þegar þeir sem á annaðborð hafa pung hjóla, ég meina, sitjiði á honum, er hann fyrir framan og hvílir svona á hnakknum, á milli rassakinna..?