Nokkrar myndir
Voðalegar hefur þetta verið þunnur þorri hjá mér á mínu ástkæra bloggi. Það er ekki það að ég hafi ekkert að segja beint, það er bara svo margt af því sem ég annaðhvort get ekki útskýrt eða ætti alls ekki að gera það svona í skrifuðu máli..
Hvað hefur verið að gerast hér á Félagsbúinu er
Slímugur sleikur
Mér finnst ógeðslegt að fara í sleik við fólk sem er með of mikið af munnvatni uppí sér.
Hinn alþjóðlegi túrdagur
Flestir sem þetta blogg lesa vita að ég er skúringakona af guðs náð. Ég er svo starfi mínu vaxin að það er erfitt að finna aðra eins þrifapíu..reyndar býr önnur eins þrifapía með mér.. en það er önnur saga.
Við erum þá tvær með eitt og hálft hús hér í borg sem við þurfum að skeina
8.febrúar
Vaknaðu hress og endurnærður. Vænstu hins besta frá þessum dýrðlega degi því einungis mað því ertu mótteækilegur fyrir það besta. Slakaðu á að leyfðu Mér að taka við . Byrjaðu aldrei daginn hlaðinn spennu og altekinn streitu. Sofðu og hvíldu þig til að endurnæra Andann. Farðu réttu megin fram úr með hjartað fullt af kærleika
Hot Handbolti
Ég er officially orðin skotin í öllum handboltastrákunum. Öllum með tölu. Þeir eru heitir og ótrúlega geðveikt svalir…hvernig er að vera bæði heitur og svalur, vúff maður.
Kannski ég ætti að hætta við barþjónaverkefnið og snúa mér að handboltanum..
Uppáhaldsmómentið er samt að horfa á þessa hreinu gleðivímu … sigurvímuna.
Töffaðasta setning hingað til:
Tilfinningar mínar eru hvorki réttar né rangar- þær gera mig einfaldlega að því sem ég er.
É G E R B Ú I N M E Ð Ð A
Ég held ekki að neinn sé jafn stoltur af sjálfum sér og ég sjálf er stolt af mér sjálfri akkúrat núna. Full af sjáflsstolti. Ég lauk þeim merkilega áfanga að ég yfirleitt lauk einhverju… það er nú alveg saga til næsta bæjar sko.
Ég nenni ekki að ræða hvað Margmiðlunarhönnuður er.. það veit það enginn og
Samtal við Guð
Ég er að lesa alveg ótrúlega fallega bók sem heitir Conversations With God-an uncommon dialogue. Bækurnar eru þrjár og er ég á bók númer tvö núna. Byrjaði að lesa í júlí síðasta, stundum er bara hægt að lesa nokkrar setningar í einu, þetta er allt saman svo stórfenglegt.
Það er í alvöru þannig að það er