Ég sit á fyrirlestri um eitthvað sem greinilegahefur ekki athygli mína..

Við eiginkonan ferðumst um alla borg auðvitað á hjólum vorum og rekumst á marga undarlega hluti..og undarlegt fólk.. og fallegt fólk :) Þessi myndir er kannski ekki sú besta enda tekinn á símann minn sem ekki hefur flass eða neitt..hann er jú sími (já ég veit að það eru símar þarna með flassi). Ef vel er að gáð þá má sjá að hjólin hafa verið hengd uppá grindverk á Öster Voldgade.

Jebb… og niðrí bæ á ferð okkar þar rákumst við á hjólkind. Það sést vel að þessi hjólkind hefur verið við gott uppeldi í vetur enda vel loðin og með rokkna horn.

Og á Strikinu er oft að finna fagurt fólk. Þessir manndrengir voru þar fyrir framan annað heimili vort (HM) að spila og syngja.. ég panta þennan í rauða.

Og hér er önnur fegurð. Þessi er fögur að utan sem innan. Ég var líka búin að segja að ég kenni sjálfa mig ekki við ófagurt fólk. Ég eyði því miskunarlaust út af mínum vinalista. Veit reyndar ekki hvað eiginkonan var að gera á skuggalegu klósetti greinilega ekki á virðulegum stað…

Og við förum stundum á Blasen og drekkum okkur blindfullar og endum með því að fara að grenja. Talandi um Blasen, eins og það hafi ekki verið ætlunin að segja ykkur það..hehe, að um daginn, einmitt þegar myndin var ekki tekin, heldur fyrr, að þá opnaði heimasíða sem ég gerði grafíkina á.

Síðuna má skoða hér.

Svei mér ég held ekki að það sé fleira. Held ég hafi á tilfinningunni að það séu góðir dagar framundan þó ég sjálf sé í meira lagi úti að aka.

Já..var ég búin að segja að ég skipti um línu í náminu. Nenni ekkert að fara útí það enda skilur það enginn en það er ein þessara ákvarðana sem ég bara tók og framkvæmdi og svo gekk hún upp af sjálfum sér. Er frekar ánægð með hana, en ekki ánægð með að arabinn sem situr við hliðina á mér er með kvef og heldur áfram að sjúga uppí nefið. Ekki fá áfall þó ég hafi notað orðið arabi, hann er arabi og ég er í múltí kúltúral bekk og elska alla sama hvaðan þeir eru og hvað þeir hafa gert, gera eða eiga eftir að gera.

Ég beygi mig fyrir sannleikanum innra með þér.

Love.