It’s official.. ég er hér með orðin viljug til að láta af einum stærsta bresti mínum.  Geðveikt verkefni fyrir höndum.. á ekki eftir að verða auðvelt og nei ég er aldeilis ekki að tala um að ég ætli að láta af því að éta nammi.

Var ég búin að nefna að ég er búin að vera að uppgötva svo marga hluti um sjálfa mig hér undanfarna mánuði?

Marga miður skemmtilega hluti sem þér kann að finnast asnalegir en mér er slétt sama um hvað þér finnst enda er þetta blogg um mig en ekki þig (bara að setja upp alla varnarveggi áður en ég hef pistilinn svo það sé öruggt að ég komi út úr þessu sem eins lítill hálfviti og hægt er í þínum augum)

Það er þannig  -og já, mörgum kann að finnast þetta vera eitthvað sem er rökrétt og sjálfsagt, að ég hef verið í óða önn, í gríð og erg, rembst eins og rjúpan við staurinn, gert allt hvað af tók til að láta aðra gera mig hamingjusama. Skilurðu?

Ég hef þá örugglega alltaf verið svona. Merkilegt að það er ekki fyrr en um 30 og 1/2 árs að ég fattaði að ég væri búin að vera svona allan tíman. Ég var/er búin að vera að leita að hamingjunni dyrum og dyngjum og hef alltaf verið eins og spurningamerki í framan af undrun yfir því að finna hana hvergi.

Afhverju ég varð fyrir þeim misskilningi að annað fólk og eignir eða peningar ættu að gera mig hamingjusama er mér hulin ráðgáta. Ég er ekkert að grínast sko.. hverskonar rugl er eiginlega samankomið í hausnum á mér?

Auðvitað veit ÉG  að það er ekki annað fólk eða nammi sem gerir það bærilegt fyrir Mig að vera til… samt sem áður hef ég:

  • staðið í því síðan í Nam að kaupa mér föt sem ég hef ekki efni á (sem afleiðing hefur komið fyrir að ég á ekki bót fyrir boruna (kaldhæðnislegt ekki satt..) í enda mánaðar..
  • súkkulaði kann að vera eitthvað sem líkt er við kynlíf og eiginlega getur maður sett samasem merki milli konu og súkkulaðis, það virðast amk menn halda.. en súkkulaði hef ég og er að éta eins og enginn sé morgundagurinn og fer svo að grenja yfir því að vera með svona margar bólur. Súkkulaði þjónar náttúrulega þeim tilgangi að koma hamingju (dulbúinni sem sykri) inní kroppinn svo ég geti haldið áfram að lifa mínu daglega lífi.
  • Haldið uppi þeirri ranghugmynd að það stæði í verkahring annarra í kring um mig að gefa mér af sér en ég ætti ekki að þurfa að gefa neitt af mér… (því ég er jú drottningin sjáðu til..).. engin furða að ég fæ svona fáar afmælis og jólagjafir, það eru allir búnir að ausa yfir mig og ég hef bara tekið og tekið og ekki sýnt annað en að mér hafi verið skítsama. Það er ekki þannig, hinsvegar hefur mér ekki tekist að þora að gefa þannig af mér til þín. ?? Þora???… ég get ekki útskírt það hér og nú afhverju það er þannig.
  • Ég hef reynt að stjórna gerðum allra minna kærasta þannig að það sé öruggt að mér líði vel. Ég hef neytt þá til að vera heima því ég var jú svo einmana. Ég hef látið þá vinna hörðum höndum því mig vantaði svo mikið peninga. Ég hef sparkað þeim út í sjoppu að ná í bévítans súkkulaðið… og þegar sagt er nei við mig, drottninguna, þá hef ég farið í það miklar og margar fýlur að ég veit þess dæmi að mörgum árum síðar er fólk ennþá hrætt við að segja nei við mig… það eru milljón atriði önnur sem ég gæti talið upp en er ekki að fara að skrifa bók hér.
  • Verst er að síðustu 8 ár, eða þau sem við fyrrverandi vorum saman hef ég verið óþreytandi í að dæma hann fyrir að næstum því bara að vera þarna. Ég hef sko látið óánægju mína í ljós yfir því hversu mikið hann lá í sófanum og nennti ALDREI að gera neitt með mér. Það sem ég tók ekki eftir hinsvegar var að ég sagði aldrei já þegar hann spurði hvort ég vildi koma og vera með í sófanum.

Þannig að niðurstaðan er þessi, eftir margbrotið umbrot í mínum haus (sem er stundum svo þykkur að líkja mætti við hálfþornaða steypu) að ég neyðist til að láta af þessum óþægindum. Ég verð að gera mitt eigið hjarta hamingju samt sjálf. Ég hef komist yfir nokkrar aðferðir til að ná þeim árangri:

  • Átta mig á að ég get ekki stjórnað öðru fólki
  • Ég get bara breytt sjálfri mér
  • Hlusta á mínar tilfinningar en ekki einhverjar aðrar raddir (ég heyri fjölda radda)
  • Treysta
  • Og svo er þar 12 spora prógramm. Ég er talandi dæmi um að 12 spora prógramm virka betur en geðlyf pældu í því!!
  • Vera þakklát, sko í alvöru .. ekki bara segjast veraða..heldur finna það líka
  • ..og margt fleira

Auðvitað vitum við að bara við sjálf getum gert okkur hamingjusöm, við vitum líka að sígó er óhollt og að maður á að spara peningana sína. Það er í merkilegri kanntinum að amk ég virðist gera frekar mikið af því sem er ekki gott fyrir mig eða fólkið í kringum mig. Það er eins og það sé auðveldara að gera hluti sem við verðum ekki ánægð með okkur sjálf af. Ótrúlegt.