Þetta er mottóið mitt. Þetta og að vera æðrulaus í Núinu. Merkilegt hvað mér tekst oft illa að halda mér á þessu.  Ég er samt alveg að keppast við það. Enjoy everything er ótrúlega mikil áskorun. Hvernig getur maður notið alls, sama hvað það er. Ég átti tildæmis mjög erfitt með að njóta þess að vera ein með börn á bekkjarskemmtun í gær þar sem alllllir hinir (smá ýkjur) voru par og happy family. Ég veit reyndar ekkert hvort þetta fólk var svona gríðarlega hamingjusamt að það fékk mig til að fara að grenja..kannski eru þau öll að fríka út á hvoru öðru..

Need nothing…líka á köflum erfitt. Samt auðveldara að koma sér á þann stað í hausnum að mér finnist ég sjálf vera sjálfri mér nóg, allt sem mig langar í sé eitthvað sem ég ekki þarf og þar fram eftir götunum.

Að vera í Núinu er líka mikið verkefni. Snilldin við það er að ef maður dvelur þar þá þarf maður ekki að hugsa um fortíðina né framtíðina og getur þessvegna haft engar áhyggjur..já gott fólk..ENGAR áhyggjur. Það er ekki hægt að vera með áhyggjur í Núinu. Núið er dásamlegur staður, þar eru allir vöðvar slakir og höfuðbúið bara eitthvað að mind its own business.

Enjoy everything – need nothing..dásamleg setning, dásamlegur máti að lifa á.