Það er svo margt sem mig langar að segja… ef ég kæmi til með að segja allt sem mig langar að segja má ég eiga von á því að finnast ég vera allsber á almannafæri.

Ég hélt sko alltaf að ég væri mega opin manneskja og það væri súper gott að tala við mig. En ég held reyndar að ég sé það bara alls ekki, ekki nema kannski þegar fólk kynnist mér…. lööööööngu seinna. Þannig það eru bara ótrúlega fáir sem fá að njóta þess hversu hlýleg og frábær ég get verið.

Hvað skal gera, hvað skal gera…

Og þar sem ég kann ekki að tala þá hef ég staðið sjálfa mig að því að vera að bíða og halda í vonina þegar ég kynnist nýju fólki að það staldri við þurrðina sem ég lít út frir að vera nógu lengi til að það sjái að ég er ekki þurrkunta sem rignir uppí nefið á (svoleiðis fólki á kannski að snúa við ..þú veist,til að bleyta þarna niðri..).

Ég veit ekki afhverju mér finnst svona hættulegt að vera náin fólki… í dag er þetta óyfirstíganleg þraut..gestaþraut. Ég meina, hvað ef ég kem til að segja ótrúlega hallærislegan brandara.. eða mismæla mig (það gerist á klukkutíma fresti án gríns). Eða þegar ég veit ekkert, það eru ótrúlega margir hlutir sem ég get ekki rætt um því ég veit ekkert. Nema um sjálfa mig.. einmitt.. ég er það einræn og sjálfmiðuð.

Já.. svona var nú það.