Ég veit að maður er mismunandi í framkomu eftir því hvað maður er að gera.. get ekki sagt að ég sé sama manneskjan alein og allsber í gufuklefanum í ræktinni, sem foreldri smámanneskja eða sem pían sem ekki yfirgefur skemmtistaðinn fyrr en það er búið að kveikja öll ljósin og moka liðinu út.

Það sem ég er að hugsa um er manns sanna sjálf..fattaru?.. manns innsti Sannleikur.

Afhverju ég spyr þá hvort ég sé einhver annar er að það er fáránlegt hvað annað fólk hefur áhrif á manns innra sjálf. Það er í rauninni svo asnalegt og ég stend svo á gati yfir því hvað samskipti við aðra hafa hafa mikil áhrif að ég get varla skilið það.

Það sem býr í mínu hjarta og er minn Sannleikur passar ekki endilega með annarra Sannleik … þannig að þegar það er þoka í hausnum af hugsunum þá er ekki alltaf að ná í gegn hvað það er sem mér er ætlað að gera, og er minn Sannleikur.

Svo vakna ég kannski eftir smástund og uppgötva að ég er einhver allt önnur Skrítin, kannski ein sem ég kann ekki almennilega við því hún er ekki sönn… ég hef stundum verið að lifa eftir annarra sannleik. Að mínu viti er það eitt það versta.

Þið vitið alveg hvaða tilfinningu ég er að tala um þegar ég tala um Sannleik, það er þessi sem kemur innan úr hjartanu og maður bara veit að er rétt, ótrúlega falleg tilfinning. Þessi sem færir manni alsælu í hjartað.. ef mér bara tækist að halda mig við að heyra þessa tilfinningu og léti það sem er að gerast í hausnum á mér þjóta lönd og leið.. þá væri þetta ekki svona MEGA flókið…

já.. og hananú