Ég og þú baby, ég og þú..

Hversu oft fær maður ekki móral sem foreldri..ég held ég geti sagt að frá fyrsta degi (24.04.2001) hafi ég fengið móral svona 16 sinnum á dag.  Maður lifandi hvað ég hef farið í marga hringi (afhverju furða ég mig á að mér finnist ógaman í tívolí..ég er alltaf í einhverjum hringferðum í lífinu..) varðandi hvaða pól ég ætla að taka í foreldrahæðina.

Það er verulega flókið að þurfa að stjórna en geta um leið eiginlega ekki verið að stjórna… fattaru, þau eru jú aðrar manneskjur og ég hef ekkert að gera með að stjórna öðru fólki… en þar sem þau eru ekki eldri en þau eru þá neyðist ég til að stjórna þeim aðeins..eða þannig..eins og ég segi, flókið.

Mér finnst arfa leiðinlegt og eitthvað óeðlilegt við að þurfa að nota milljón mismunandi aðferðir til þess að fá eitt eða annað til að gerast. Ég vill ekki þurfa að nota ákveðna setningaruppröðun til að fá þau til að fatta mig.  Mig langar ekki að nota 1, 2, 3 aðferðina, mig langar ekki að setja þau í skammakrók, mig langar ekki að láta þau finna fyrir því með því að taka af þeim eitthvað sem þeim þykir vænt um, mig langar ekki að skella þeim í sturtu sem hegningu fyrir e-h hegðun, mig langar ekki að hlusta á hvað þið öll eruð frábærir foreldrar, mig langar ekki að liggja yfir neinni bók til þess að vita hvað ég á að gera við þau.

Ég hef samt gert allt af þessu.. og fleira til, til þess að reyna að vera foreldri. Held ekki að það skipti máli hvernig foreldrar mínir foreldrar voru.. sem foreldrar (hehe) í þeim skilningi að ég eigi þá að vita hvernig foreldri ég á að vera.. mín börn eru ekki ég frekar en ég mínir foreldrar svo það er ekkert það sama.

Finnst ótrúlega leiðinlegar sögur af foreldrum sem ætla aldeilis ekki að vera eða gera eitt eða annað sem þeirra foreldrar gerðu.. ekki því fólki megi ekki hafa skoðanir á því hvað eins foreldrar gerðu heldur bara því ég held ekki að fólk eigi að byggja uppeldið á því..þá hvað þeirra foreldrar gerðu eða gerðu ekki… eða að hanga saman í ömó sambandi bara því það vill ekki að þeirra börn upplifi sömu höfnun þegar annað foreldrið yfirgaf svæðið…það er glatað, það er engu barni gerður greiði með því að lafa saman og líða ekki vel saman. Það er aldrei að vita nema þín börn séu sterkari en þú og það eigi ekki eftir að skilja eftir jafn djúpt sár.

Ég vill að uppeldið komi af sjálfusér. Ég er búin að rembast eins og rjúpan við staurinn núna í all mikinn tíma af þeim tíma sem ég hef til að ala erfingjana upp til þess að láta þau breyta eins og ég vill að þau breyti, geri eins og mér finnst að sé best fyrir þau, þau hafa fengið að kenna á hinum ýmsu uppeldisaðferðum sem ekki hafa lifað nema í örskamman tíma..aðallega af ofangreindu, ég VILL að þetta komi af  sjálfusér.

Ég er búin að velta mér uppúr þessu og því sem ég hélt þar til fyrir stuttu að væri staðreynd í heiminum eins og hann lítur út í dag, að ég væri ömurlegasta foreldrið í honum. Ekki bara hélt ég að ég væri verra foreldrið heldur væri líka verri en þið öll og allt útaf því að ég er alltaf að heyra frægðar sögur (ekkert endilega frá ykkur, hehe) af því hversu vel öllum er að takast upp með þetta hlutverk.

Ég segi ekki að ég sé hlutverkinu vaxin, það eru það ekkert allir þó þeir hafi afrekað að stunda kynlíf amk einusinni með þessum líka roooooooosalegu afleiðingum, en það sem gerir mig að eftirsóttustu og bestu mömmunni er:

  • að ég held áfram að vinna í því að vera betri manneskja en ég er í dag.

Keep it simple