Skyldi nokkurn undra að það sé minna upp á þeim typpið og það sé meira hlaupið með það skroppið saman af hræðslu eitthvað langt, langt …. laaaaangt í burtu sem hafa hitt mig uppá síðkastið og komist að því hvaða mann..já eða menn ég hef að geyma.

Það var ekki fyrir svo löngu eins og kunn er staðreynd að báðir eignmenn mínir bjuggu hér saman með mér.. einn svaf á nýja rúminu mínu bak við sófann og hinn svaf í gamla rúminu mínu inní herbergi. Ég svaf í tölvustólnum.

Þeim sparkaði ég síðan út fyrir íbúðina, enda ótækt að ég, fröken Frábær, væri að búa með tveimur fyrrverandi eiginmönnum. Ég sparkaði ekkert fast, eða svo laust að þeir rétt rúlluðu hér í næstu íbúð.. í sama húsi. (tilgangurinn auðvitað ekki sá að þeir geti fylgst með mér naktri að spranga um íbúðina í algleymi tekknó geggjunar.. heldur auðvitað uppá erfingjana… plús að þeir sjá ekki inn til mín en ég sé vei of vel inn til þeirra…múúúhahahaha)

Ekki veit ég hvort það er útaf  því að

  • ég lít alltaf út fyrir að vera 12 ára eða hvort að það er í alvöru eitthvað undarlegt við að vera bara ** ára og eiga svo stór börn að annað er hálf fermt og hitt getur bráðum farið að kallast farsíma eigandi.. og bara sú staðreynd að það er þarna eitt í við bót við hin tvö að fólk fær sjokk þegar ég nefni töluna. Það er engu líkara en að ég hafi verið að tilkynna að ég hafi sængað hjá 600, tekið það allt saman uppá vídjó og standi nú fyrir sýningu niðrá Ráðhústorgi.
  • tveir af mínum fyrrverandi (já ég hef sko komið víða við og ég geri það bara af því ég get það)  sem bjuggu saman með mér, búa núna saman í sama húsi og ég…
  • ég bý með annarri píu…
  • faðir barnanna býr með öðrum manni…
  • Fyrrverandi annars fyrrverandi er flutt til þeirra með þeirra erfinga þrjá og það reiknisdæmi er ekki flóknara en að þau eru 9 í heimili þegar þau eru öll þar………að mönnum stendur bara ekki á sama.

Ég get alveg séð að þetta er pínu fönkí dæmi. Við erum ellefu í fjölskyldunni. Ef allir sem teljast til fullorðinna í þessari (frábæru) stórfjölskyldu myndu fá sér maka þá er hvorki verið að tala um meira né minna en 16 manna partí. Einhverjir af þessum 5 aukameðlimum kunna að spyrja sig hvernig í ósköpunum þeir muni fitta inn í þetta dæmi..  það er heimsins eðlilegasta mál og heimsins eðlilegasta svarið er að við elskum öll hvort annað og bjóðum að sjálfsögðu velkomna nýja meðlimi. Þeir þurfa ekki einusinni að þreyta inntökupróf, en það er bara því sú hugmynd mín var skotin niður við fæðingu.



Við fyrrverandi míns fyrrverandi átum hér saman kvöldmatinn áðan. Vandræðalegast við þetta allt saman er að ég á ekki nógu marga stóla til að allir geti setið við eldhúsborðið og að ég þurfti að éta spagettíið með skeið þar sem allir gafflarnir voru í notkun.

Sjálf er ég hæst ánægð með alla sem í kringum mig eru, ég gæti bara ekki beðið um frábærara fólk í mína fjölskyldu (r) enda, eins og ég hef tæpt á er ég ekkert í því að blanda geði við ófrábært fólk.