Ég held ekki að neinn sé jafn stoltur af sjálfum sér og ég sjálf er stolt af mér sjálfri akkúrat núna. Full af sjáflsstolti. Ég lauk þeim merkilega áfanga að ég yfirleitt lauk einhverju… það er nú alveg saga til næsta bæjar sko.

Ég nenni ekki að ræða hvað Margmiðlunarhönnuður er.. það veit það enginn og ég ætla ekki einusinni að nefna námið sem ég held áfram í núna 1.febrúar á nafn.

Eftir laaaaanga vinnutörn og mikinn lærdóm og annað vesen þá er alltí einu ekkert að gera. Það liggur auðvitað eitthvað fyrir..segi það ekki, en ekki akkúrat í kvöld og kvöldinu er ég búin að eyða í bara eitthvað rugl og að vera svona líka stolt af mér.

Í dag komu vinir barnanna í heimsókn, þá þeirra eldri. Örverpið varð illa fúlt þegar ég vildi ekki hringja í Casper vin hans á leikskólanum um leið og krakkarnir hringdu í sína vini í gærkvöldi til að bjóða þeim heim.. ég hélt að hann ætlaði aldrei að fyrirgefa mér.

Gvendi og August spiluðu tónlist á flygilinn. Já..miðað við að þetta hafi átt að vera tónlist þá er mitt píanó flygill.

Eldey og hennar vinkona, Emilie, voru ýmist hundur eða köttur. Þær eru hver annarri betri blessaðar.. það sést bara langar leiðir.

Ekkert ýkt margt sem hægt er að ræða hefur á daga mína drifið svosum. Dró annan helminginn frá Sambýlinu í göngu með mér (ekki þann sem ég á börnin með, heldur hinn) og örkuðum við um næsta nágrenni. Það er bara eitthvað við Kaupmannahöfn, þó hér sé skítakuldi (var ég búin að nefna það við alla að skinnið á höndunum á mér beinlínis sprakk af kulda?) og undan farið líka snjór þá kemur alltaf upp einhver dásamleg stilla. Maður bíst næstum því við að kíkja upp og líta þar augum norðurljós og vera staddur einhverstaðar fyrir norðan. AAAAwwww.

Þetta alsbera tré varð á vegi mínum.

Einn kaldan veðurdag vorum við eiginkona að brenna í vinnuna. Minna varð reyndar brennt þar sem það púnkteraði á afturdekkinu mínu og þurftum við því að ganga. Það var ekkert vel, við vorum engan veginn að nenna því, amk ekki ég. En það er við Ráðhústorgið búið að setja upp þetta skemmtilega listaverk. Alltaf þegar ég bruna framhjá þá held ég að það sé fólk þarna.

Og við gengum Strikið niðrá Nýja Torg Kóngsins (hér í Köben, hvaða annar kóngur ætti það að vera..bullið)  Mér finnst þetta eitthvað kúl, held það sé útaf ljósakrónunum. Hef aldrei komið þarna inn.

Við höfum ýmislegt bardúsað auðvitað. Hér héldum við áramótaveislu ég, hún og börnin. Örverpið átti líka afmæli eins og á hverju ári síðan hann fæddist. Við fórum í með eindæmum lesbíska verslunarferð hér um daginn. Á döfinni er að fara til Malmö og eyða peningum, fara í búðir hér í Köben og eyða peningum, fara til norður Noregs (Ölli.. ertu þar?), New York er líka í myndinni, kaupa sófarúm handa mér að sofa á.. við vorum líka síðasta þriðjudag frá klukkan snemma um morgun fyrir framan tölvuna og alveg þar til við fórum að sofa seint,  fórum ekkert út.. pöntuðum meira að segja pizzu í þessu maraþoni.. við erum rónar, en afskaplega fallegir rónar og með flotta rassa.