Kúlheitin leyna sér ekki hér í þessu húsi. Grunar að poppstjörnu ferill sé í vændum. Mikil aðdáun Mæköl Jakkson er samt  ekki eitthvað sem ég samþykki. Mér hefur alveg síðan ég var barn ekki fundist neitt til mannsins koma, tónlistarlega séð sko, ég reyni að vera ekki að finnast eitthvað lélegt um aðrar manneskjur. Mér eru sýnd youtube vidjó alveg í gríð og erg af blessuðum manninum og allt sem ég vill gera þegar ég sé þetta er að henda tölvunni út um gluggan, þvílík eyrnaskemming.

Á meðan sátu Örverpið og Hitt Fíbblið í gluggakistunni og klipptu eins og þau ættu lífið að leysa. Þau voru að klippa svona mynstur í pappír. Þegar ég hinsvegar kom að þá sá ég að einhver trjá grein hafði líka verið röspuð niður í öreindir (sjáanlegar samt).. ekki veit ég með hverju þau tálguðu, en það var ekki hnífur..

Grallaraspói með meiru.

og hún fékk nýtt hjól, enda hitt orðið svo lítið að það var varla hægt að hjóla á því, eða að það er búið að vera læst síðan í desember og hvorugt foreldrið hefur rænu á að koma því til aftur.. en í alvöru þá var hitt hjólið of lítið.

og hún kennir bróður sínum Yoga. Hún er frekar merkileg manneskja. Hún teiknar svo mikið að ég sé frammá að þurfa að fara planta trjám til að vinna upp á móti eyðingu regnskóganna.. talandi um gróðursetningu þá er alveg að fara verða kominn tími á að ég starti Gróðrarstöð Félagsbúsins, í ár verður þó plantað skynsamlega, bara kryddjurtum og svo einhverri kínveskri lampajurt, bara því hún er svo falleg.

Stelpu rófan er falleg að innan sem utan þó hún sé svo mikill skaphundur að maður getur varla annað en hlegið. Ásamt því að teikna öll þessi ósköp, og teikningarnar eru ekkert krass sko, syngurhún líka fallega.

Og svona rúllar hún bara… komin á stuttbuxur og bol þó það sé svo sannarlega ekki það heitt úti, eða var það ekki þennan dag.. það er hinsvegar heitt í dag, yayyy.

Og töffarinn á heimilinu er ekki verri. Hann veit ótrúlega margt. Óþægilega margt. Ég þurfti að útskýra fyrir honum hvað smokkur er og afhverju hann er notaður.. in details.. svo, nú veit hann það líka.

og þessi snillingur hefur núna fengið nafnið Jóhannes Svindli. Hann er ótrúlega líkur frænda sínum, það er liggur við vandræðalegt.

en svo sæææætur erann og góður að það hálfa væri nóg. Hann er og hefur verið síðan 4.janúar 2006 algert dekurbarn með tvílitt hár. Heppinn.

Hér er annars vorið komið. Þessi mynd tekin á leiðinni heim einn daginn úr vinnunni í ljósaskiptunum. Frábært. Ég elska vor því það þýðir að það er að koma sumar sem ég er stórlega ástfangin af…STÓRLEGA.

Og að lokum er hér mynd af því sem þykist vera ég.