Við Örverpi fórum í Fields um daginn til að kaupa heilsuvörur í megrandi skini fyrir mig sjálfa. Sú ferð endaði svona:

Í megrunar skini fengum við okkur ís að sjálfsögðu.

Sætur erann. Fyrir aftan okkur sátu tveir heldri menn og voru líka að sleikja ís og passa barna og barnabarna barn sitt sem lá í vagninum og byrjaði síðan að orga.

notaði Sindra til afsökunar fyrir að taka myndir af gömlum körlum í Fields… mér fannst þeir bara aðeins of sætar ísétandi barnapíur til að sleppa því.

Eftir að Örverpið fattaði að ég hafði samþykkt að  kaupa handa honum ís og að við vorum bara tvö í ferð hóf hann að biðja um allt sem á vegi okkar varð. Fyrst vildi hann annan ís og svo löbbuðum við framhjá sjoppu og þá vildi hann nammi og þegar við komum uppúr lestinni á Íslandsbryggju þá sá hann pulsuvagninn og ætlaði ekki að fást til að koma heim því hann VARÐ að fá pulsu..reyndar held ég að hann hafi ekkert vitað hvað var í þessum vagni. Ég þverneitaði öllu að sjálfsögðu, enda hin versta móðir.

Í lestinni

Það er búið að vera skítakuldi í margar vikur…maaaaargar vikur. Það var svo kalt í ferð vorri að ég þurfti að fórna mér og láta hann hafa flíspeysuna mína.. sem hann stoltur var í  alla leiðina heim.

Talandi um kulda..

Alveg þokkalega mikill snjór. Þetta eru meðborgarar mínir í Kaupmannahöfn, veit því miður ekkert hvað þeir heita enda man ég aldrei nöfn.

karfan á hjólinu mínu var full af snjó.

Jámm.. allt bara frekar hvítt.. nema ég náttúrulega , eg var fagur rjóð í kinnum og var eiturhress í þessum torfærum.