Hefur þú lent í því að vera ástfangin/n af einhverjum og verið í þessu sóni þar sem þú getur eiginlega ekki hugsað um annað, svífur hálfpartinn um, sérð liti ögn skærari en venjulega, ert með eindæmum létt/ur í lund, finnst allt pís of keik, eigin spegilmynd jafnvel viðunandi á köflum.

Allt er einhvernveginn á fullu. Ég ætla að fara útá ystu nöf og segja að þegar fólk er ástfangið af hvort öðru, en veit það ekki ennþá, að það sé dregið saman af .. ég veit það ekki, alheiminum, æðri mætti, lífinu, þú ræður hvað það er fyrir þér – en þú veist.. eins og því sé ætlað að hittast og vera saman útaf einhverri ástæðu.

Og svo, í engri öryggislínu en samt með axlaböndin spennt og beltið reyrt ferðu útá plankann og ákveður að segja eitthvað, ég upplifi þörfina fyrir að segja eitthvað í þessum aðstæðum eins og að ég geti ekki annað, ég bara verð, það er engin undankomuleið, ég get ekki ekki sagt (kostir og gallar). Eins og, ef þú ert 16 ára fyrir 22 árum síðan “viltu byrja með mér?” – eða ef þú ert 22 ára fyrir 16 árum síðan (í SMS-i í forláta Nokia síma) “.. værirðu til í að hitta mig aftur?”

Það er þetta móment þegar viðkomandi sýnir jákvæð viðbrögð að það kviknar í veröldinni. Tíminn í þetta eina augnablik verður þykkur en léttur í sama augnabliki, augun galopin án þess að þau séu þvinguð upp. Einn afgerandi hjartsláttur. Dúnk!

Við heyrum tóndæmi

Það er erfitt að lýsa þessari tilfinningu og aðdragandanum (… þú veist, þar sem fólk er dregið saman), finnst mér og þessvegna heyrum við tóndæmi:

Fyrra tóndæmið er úr Úngverskum skissum (glötuð beinþýðing) eftir Bela Bartok, úngverskt tónskáld. Í hittiðfyrra tókum við í Blæserensemblet í tónó á Friðriksbergi tvö verk úr þessu setti en hvorugt þeirra var það sem ég síðan féll um og fannst lýsa því sem ég var að þvaðra um hér að ofan. Ég held að ég hafi náð að setja þetta inn þannig að videóið byrjar þar sem verkið sem ég er að tala um byrjar. Byrjar á mínútu 9:00 og mómentið er sirka á mínútu 9:55 – verður auðvitað að hlusta frá 9:00 til að ná málinu. Verkið hetir Dans svínahriðisins, hann var búinn að vera á bæjarhátíð að skemmta sér. Við í blæser tókum fyrsta verkið Kvöld í þorpinu og Melódíuna. Ættir pottþétt að hlusta á þetta með heyratólum og hækka vel í.

Seinna tóndæmið er úr nútímanum. Fickle Flame með hljómsveitinni Elbow (sem er í töluverðu uppáhaldi hjá mér) og John Grant (ómægad.. !). Þarna held ég að einn sé eitthvað sorrí yfir því hvernig hann fór með hlutina og er sennilega að fara í langt ferðalag í lest – og þá hringir hún! – og það kviknar í veröldinni!

Þeir orða það svona, í enda lags:

The silence and the waiting and the rush of all aboard
Fifty souls to a carriage I’m trying hard to be ignored
Then my telephone shakes into life and I see your name

And the wheat fields explode into gold either side of the train
And the wheat fields explode into gold either side of the train
And the wheat fields explode into gold

Eru ekki allir bara góðir svona á mánudegi?