Ég hef aldrei getað skilið réttinn “brauð með tómatsósu” og því síður getað skilið hverjum datt í hug að fá sér tómatsósu ofaná brauð. En nú veit ég afhverju það er til komið. Það er útaf því að á einhverjum tímapunkti nennti fólk ekki að fara í búðina einn daginn og heldur ekki þann næsta. Á þriðja degi var ekkert annað til ofaná brauð en tómatsósa. Þ.e það eina sem var til í ísskápnum var tómatsósa og það eina sem var til utan ísskápsins var brauðsneið.

Þannig hlýtur rétturinn “brauð með tómatsósu” að hafa orðið til. Útaf því að það var neyðarástand, útaf því að það var í alvöru ekkert til, vegna þess krakkar mínir, að það fær sér enginn tómatsósu ofaná brauð nema absólútlí þurfa þess.