.. ég heyrði af konu sem skuldaði 60.000 dollara (sem eru um 7,5 millur íslenskar) og að hún hafi greitt það upp á 2 árum.

Það gefur mér alveg von um að geta einn daginn sagt að ég skuldi ekkert. En svo mundi ég eftir því að ég á 4 börn og að samtals erum við 6 í heimili. Hún var bara ein með sjálfa sig og flutti svo inn til kærustu sinnar, svo þetta varð ennþá auðveldara. Ég er glöð fyrir hennar hönd, þetta er kona sem ég þekki ekki neitt, en hún er listakona og ég lít mikið upp til hennar.

Aftur, hvernig á ég að koma þessu við?

Og, hvað skulda ég eiginlega mikið? Ég er sennilega lélegasti bókhaldari á jörðinni því ég veit ekki einusinni hver mánaðarleg útgjöld okkar eru fyrir víst.

Þú getur sent skammirnar til mín bara sem bréf í pósti. Stílaðu það á ritarann minn samt, ég kem ekki til með að lesa það sjálf.