About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Fann þetta á netinu:

Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu og einn banana
til að fá kalíum Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu te án
sykurs, til að forðast sykursýki.
Svo má ekki gleyma lýsinu sem er náttúrulega allra meina bót. Drekka tvo lítra af
vatni alla daga (Já, og síðan að

2015-05-19T12:45:51+02:0010. maí 2009|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

Er þetta ekki bara frábært :)

Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein,

né blómstígar gullskrýddir alla leið heim.

Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,

á göngu til himinsins helgu borgar.

En ég hef lofað þér aðstoð og styrk,

og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk.

Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef,

að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.

2015-05-19T12:45:51+02:008. maí 2009|Categories: Lífið og tilveran|4 Comments

Munaðarleysingi

Það mætti halda að allar aðferðir sem ég hef notað við að gera mitt í þágu samfélagsins við afdúfun  hafi bara haft öfug áhrif. Það liggur við og ég segi liggur við, viðurkenni ekki að ég hafi fengið samviskubitið því í gærmorgun komumst við að því að það liggur munaðarleysingi í eggi hér í þakrennunni.

2017-01-17T13:55:46+01:0010. apríl 2009|Categories: Lífið og tilveran|6 Comments

Hinnik-i

n893245025_5557503_9647

Á mánudaginn átti mágur minn Hinnik-i afmæli. Hannvarð einu ári nær þrítugs…það eru bara verri fréttir fyrir okkur hin, úff. Hann er sem sagt faðir hinna barnanna minna, já hinna barnanna, ég get víst ekki lengur sagt með 100% vissu að þau séu hinar dætur

2017-01-17T13:55:46+01:003. apríl 2009|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

12 ár

Tólf ára Bóndinn er
ætíð hann skemmtir sér
oft hann í taugar fer
til sóma samt er mér

*

Síðan þá hefur hann
breytt sér í annan mann
langt inn við bein ég fann
Þorvald og ég elsk’ann

*

Saman nú höfum við
verið um langa hríð
og viðhaft þeim góða sið
að segja að ég sé fríð

*

Húrra ég hrópa
verum glöð upp til hópa
árunum sópa
undir teppið hjá  Tóta.

2015-05-19T12:45:47+02:0023. mars 2009|Categories: Lífið og tilveran|3 Comments

Laundromat

Bóndinn er bara líklegast kominn með vinnu. Er það nú ekki gleðiefni? Hann er að vinna á Laundromat, sem kokkur. Fyrir þá sem ekki vita það þá er Laundromat í eigu Frikka Væsappúl (hvernig á maður að skrifa þetta…frekar en Danir vita hvernig á að stafa Guðmundsdóttir..hehe) og þar er bæði hægt að éta mat

2015-05-19T12:45:44+02:0014. mars 2009|Categories: Lífið og tilveran|6 Comments
Go to Top